Fundu engin gögn um efnavopnafund Íslendinganna

Aldrei fundust nein efnavopn í vopnageymslum Saddams Hussein.
Aldrei fundust nein efnavopn í vopnageymslum Saddams Hussein. mbl.is/afp

Bandarísk stjórnvöld hafa tjáð íslenska utanríkisráðuneytinu að engin gögn finnist hjá bandarískum yfirvöldum sem varpað geti ljósi á staðhæfingar íslenskra sprengjusérfræðinga um að þeir hafi fundið efnavopn í Írak árið 2003.

Þetta kemur fram í svari bandarískra stjórnvalda við beiðni utanríkisráðuneytisins um að fá upplýsingar sem hugsanlega staðfesta fund íslensku sprengjusérfræðinganna.

Í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að í svari bandarískra yfirvalda séu íslensk stjórnvöld fullvissuð um að í tilfellum þar sem hugsanleg efnavopn hafi fundist í Írak hafi bandarískur liðsafli starfað að fullu í samræmi við ákvæði efnavopnasamningsins (Chemical Weapons Convention).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert