Læknar horfi í eigin barm

Bjarni Benediktsson sagði lækna einnig þurfa að horfa í eigin …
Bjarni Benediktsson sagði lækna einnig þurfa að horfa í eigin barm í Kryddsíldinni í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, benti læknum á að horfa í eigin barm í kjaradeilunni og sagði að þeim hefðu þegar verið boðnar kjarabætur umfram það sem öðrum hefur verið boðið í hinni árlegu Kryddsíld á Stöð 2 í dag. 

Skurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson hafði þá áður verið í viðtali en hann var í dag kjörinn maður ársins af lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar. Tómar er þekktur fyrir að hafa unnið ótrúlegt björgunarafrek á Landspítalanum þegar hann hnoðaði í höndunum hjarta karlmanns sem hafði verið stunginn.

Af því tilefni spurði Tómas ráðamenn hvaða heilræði þeir hefðu til lækna á Íslandi og allra þeirra vel menntuðu lækna sem bíða þess að komast heim. „Margir íslenskir læknar hafa tapað trúnni á íslenska heilbrigðiskerfið vegna þess að kerfið er að molna í sundum vegna álags,“ sagði Tómas.

Tveir eru að deila

Bjarni bentu á að tveir væru að deila og að hnúturinn væri ekki einungis hjá ríkisvaldinu. Hann sagði tölurnar sýna það skýrt að ríkisvaldið vildi gera allt sem í þess valdi stendur til þess að koma í veg fyrir verkfallið. Sagði hann lækna einnig þurfa að horfa í eigin barm og hafnaði því að taka alfarið ábyrgð á vandamálinu.

Þá sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, að læknar væru í þeirri stöðu að vera eftirsóttir starfskraftar og ríkið hefði þegar boðið lausn sem ekki væri raunhæf almennt séð. Benti hann þó á að hér væri um sérstakt tilvik að ræða.

Bjarni bætti þá einnig við að Ísland yrði aldrei landið þar sem læknar myndu vilja búa út frá launakjörum einum heldur væru hins vegar lífskjörin hér á landi almennt með þeim bestu í heiminum.

Lækn­ar hafa boðað til verk­falls mánu­dag­inn 5. janú­ar og verða þær verk­fallsaðgerðir um­fangs­meiri en þær þrjár lot­ur aðgerða þegar lækn­ar lögðu niður störf í hau

Tómas Guðbjartsson var kjörinn maður ársins hjá Vísi og Bylgjunni.
Tómas Guðbjartsson var kjörinn maður ársins hjá Vísi og Bylgjunni. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert