Glórulaust að ganga ekki frá aðildarumsókninni

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Minn vilji er ljós í þessu máli,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, um möguleikann á því að ný þingsályktunartillaga verði lögð fram á þingi um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina að gera mætti ráð fyrir slíkri tillögu von bráðar.

Gunnar Bragi segir að málið hafi ekki verið rætt sérstaklega við stjórnarandstöðuna. „En þetta mál er þannig statt, bæði hér á Íslandi og í Evrópusambandinu að það væri glórulaust að ganga ekki frá þessu máli.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert