Ólöf Nordal lenti í New York

Nýr flughermir Icelandair, sem var formlega tekinn í notkun í dag, verður notaður til þjálfunar á nýjum flugmönnum og við þjálfun starfandi flugmanna sem á undanförnum árum hefur farið fram í Kaupmannahöfn eða London. Tilkoma hans opnar á möguleikann á að hingað komi erlendir flugmenn til þjálfunar.

Flughermirinn er í nýju húsnæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði og líkir nákvæmlega eftir stjórnklefa og flugeiginleikum Boeing 757-véla sem félagið rekur.

Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir að þjálfun félagsins verði nú betri og jafnframt náist mikil hagræðing í rekstri félagsins sem vöxtur þess á undanförnum árum hafi gert mögulega.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra fékk að prufa flugherminn í dag og mbl.is fylgdist með lendingu hennar í New York-borg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert