Fær ekki að heita Huxland

Ekkert þessara barna fær að heita Huxland, en mögulega leynast …
Ekkert þessara barna fær að heita Huxland, en mögulega leynast þarna Þyrill, Bergsveina og Símona. mbl.is/Rax

Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um Huxland sem eiginnafn karlmanns. Í úrskurði nefndarinnar segir að nafnið líti út eins og millinafn eða ættarnafn auk þess sem land sé hvorugkynsorð og brjóti það í bága við íslenskt málkerfi að hvorugkynsnafnorð sé notað sem eiginnafn. Einnig segir í úrskurðinum að engin dæmi séu um það á mannanafnaskrá að -land sé notað sem síðari liður eiginnafns.

Hins vegar samþykkti mannanafnanefnd Þyril sem eiginnafn karlmanns enda taki það íslenskri beygingu í eignarfalli, Þyrils, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Var það því fært á mannanafnaskrá.

Það sama á við um Bergsveinu og Símonu sem eiginnöfn kvenmanna. Bæði taka þau íslenskri beygingu í eignarfalli, Bergsveinu og Símonu, og teljast þau að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Voru því nöfnin Bergsveina og Símona færð á mannanafnaskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert