Borgarafundur í Grímsey

Grímsey. Baugurinn liggur um eyna.
Grímsey. Baugurinn liggur um eyna. mbl.is/mats

Opinn borgarafundur verður haldinn í Grímsey hinn 28. janúar vegna stöðu sem er kominn upp í eynni.

Komið er að skuldadögum útgerðamanna í eynni við Íslandsbanka en aflaheimildir í eynni voru m.a. keyptar með lánum frá bankanum og voru þær settar sem veð. Bankinn hefur komið til móts við útgerðarmenn og lengt í lánunum.

Akureyrarbær, Byggðastofnun og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar standa að fundinum ásamt hverfisráðinu í Grímsey. Byggðastofnun heldur úti verkefninu Brothættar byggðir og kemur stofnunin að fundinum með þeim hætti. Um 90 manns búa í Grímsey og er aðalatvinnuvegurinn fiskveiðar og fiskverkun enda stutt á gjöful mið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert