Eðlilegt að þingið ræði málið

„Gögnin gefa til kynna að málið sé mjög alvarlegt.“
„Gögnin gefa til kynna að málið sé mjög alvarlegt.“ Samsett mynd/Eggert

„Þessi gögn virðast staðfesta það sem okkur grunaði áður og varð að mjög heitu pólitísku máli á sínum tíma. Það er líka rétt hjá Víglundi að það var gengið mjög hart fram við að þagga málið niður.“

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um gögn sem Víglundur Þorsteinsson, lögfræðingur og fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár, sendi þingmönnum seint í gærkvöldi og fjallað er um í Morgunblaðinu.

Gögnin innihalda bréf, eigin greinargerð og stofnúrskurði Fjármálaeftirlitsins fyrir nýju bankana, frá því í október 2008. Telur Víglundur að gögnin sýni fram á að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir hrægammasjóðir hagnast um 300-400 milljarða króna á kostnað þjóðarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert