Útgerðin tvöfaldar kúabúið

Verðlaunagripurinn Laufa hefur skilað miklu til Flateyjarbúsins.
Verðlaunagripurinn Laufa hefur skilað miklu til Flateyjarbúsins.

Ákveðið hefur verið að byggja nýtt 250 kúa fjós í Flatey á Mýrum. Byrjað er á byggingu haugtanks fyrir nýja fjósið. Langafurðahæsta kýr landsins, Laufa 1089, er í Flatey.

„Það er allt gott við hana, hún er geðgóð og hraust og dugleg að láta mjólka sig,“ segir Kristín Egilsdóttir, fjósameistari í Flatey, um Laufu. Mjaltaþjónar eru í fjósinu og fer Laufa oft undir þá.

Kýrin skilaði rúmlega 13 þúsund kílóum í mjólkurtankinn í Flatey á síðasta ári. Þegar Laufa kom í Flatey 2008 hafði hún lokið tveimur mjaltaskeiðum en síðan hefur hún skilað 61.327 kg mjólkur, að því er fram kemur í umfjöllun um nýja fjósið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert