„Ótilgreindir útlendingar“ sagðir eigendur

Framkvæmdastjóri Neytendalána ehf. segist sjálfur eiga félagið. Það félag á ...
Framkvæmdastjóri Neytendalána ehf. segist sjálfur eiga félagið. Það félag á Hraðpeninga, 1909 og Múla ehf. sem öll veita smálán. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Neytendalán ehf. er í 100% eigu „ótilgreindra útlendinga“ samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi félagsins fyrir árið 2013. Fleira kemur ekki fram um eigendur í ársreikningnum en í tölvupósti frá framkvæmdastjóra félagsins segist hann sjálfur eiga félagið. Hann hafi keypt það af Jumdon Finance Ltd. á Kýpur 2013. Þegar blaðamaður leitaði upplýsinga hjá ársreikningaskrá ríkisskattstjóra um hvort leyfilegt væri að skrá hluthafa með þeim hætti sem gert er hjá Neytendalánum, fengust þau svör að svo væri ekki og ársreikningi Neytendalána ehf. fyrir árið 2013 var því hafnað á föstudag en hann hafði áður sloppið í gegn.

Fyrirtækið Neytendalán er nokkurs konar hattur þriggja fyrirtækja sem veita smálán; Hraðpeninga ehf., 1909 ehf. og Múla ehf. Þeir sem taka smálán hjá einhverju þessara þriggja smálánafyrirtækja frá reikning frá Neytendalánum ehf. í heimabankann þegar kemur að skuldadögum.

Neytendalán ehf. var stofnað í þeirri mynd sem það er nú í september 2013. Þá keypti Jumdon Finance Ltd. á Kýpur allt hlutafé í Neytendalánum. Fyrirtækið er þó ekki skráður eigandi samkvæmt ársreikningi fyrir 2013 heldur er félagið sagt í eigu „ótilgreindra útlendinga“.

Fullgilt umboð fyrir kýpverska huldufélagið Jumdon Finance Ltd. hér á landi hefur Skorri Rafn Rafnsson, en í samtali við blaðamann hefur hann neitað því að hafa nokkur tengsl við félagið.

Í tölvupósti sem birtur er orðréttur í heild með þessari frétt segist Óskar Þorgils Stefánsson, framkvæmdastjóri Neytendalána ehf. (sem einnig er titlaður framkvæmdastjóri Hraðpeninga á vef fyrirtækisins), eiga Neytendalán sjálfur. Hann hafi keypt það á árinu 2013 af Jumdon Finance. Ennfremur er staðhæft að fyrri eigandi hafi „ekki komið að rekstri fyrirtækisins í á fjórða ár“.


Fyrri eigandinn sem Óskar vísar til er Skorri Rafn Rafnsson. Samkvæmt öruggum heimildum blaðamanns er Skorri Rafn Rafnsson, sem staðhæft er í tölvupóstinum að hafi ekki tengsl við reksturinn, fulltrúi félagsins hér á landi. Félag í hans eigu sem rak smálánastarfsemi í Króatíu til ársins 2012 var ennfremur fulltrúi Jumdon Finance á Kýpur.

Ekkert kemur fram í ársreikningi Neytendalána fyrir 2013 um að Jumdon Finance eigi félagið og ekki heldur neitt um að Óskar eigi það. Engar upplýsingar koma fram um hluthafa aðrar en að þeir séu „ótilgreindir útlendingar“.

Ekkert hefur fengist uppgefið um hverjir eru hluthafar í Jumdon Finance Ltd. og eins og kom fram í umfjöllun Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins 11. janúar hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að félagið hafi nokkra starfsemi á Kýpur.

Ársreikningi Neytendalána ehf. fyrir árið 2013 var skilað inn í september 2014 og er hann undirritaður af Guðmundi Jens Þorvarðarsyni, löggiltum endurskoðanda.

Ársreikningurinn er ófullnægjandi að mati ársreikningaskrár ríkisskattstjóra og á föstudag hafnaði hún reikningnum og sendi félaginu hann til baka með ósk um úrbætur.
Ef ársreikningaskrá fær ábendingar um að ársreikningar kunni að vera ófullnægjandi eru þeir skoðaðir sérstaklega og hafnað ef svo reynist vera.

Ársreikningi hafnað eftir ábendingu blaðamanns
Ákveðið var að hafna reikningnum eftir að blaðamaður spurðist fyrir um það hjá embætti Ríkisskattstjóra hvort leyfilegt væri að segja í ársreikningi að hluthafar félags væru „ótilgreindir útlendingar“.

Í kjölfar símtals blaðamanns var ársreikningur Neytendalána fyrir árið 2013, sem skilað var inn til RSK þann 29. september 2014, skoðaður. Þegar fulltrúi embættisins hafði samband við blaðamann aftur fengust þær upplýsingar að ársreikningur Neytendalána ehf. fyrir 2013 væri alls ekki ásættanlegur. Skýrt sé í lögum að tilgreina beri hvern hluthafa fyrir sig í fylgiskjali með ársreikningi félags. Það eigi við hvort sem hluthafar eru innlendir eða útlendir.

Þar að auki vanti í ársreikninginn skýrslu stjórnar. Skylt er að birta þar upplýsingar um 10 stærstu hluthafa hvers félags.

Lenti ekki í úrtaki og slapp því í gegn

Á síðasta ári tók ársreikningaskrá RSK á móti tæplega 28.000 ársreikningum vegna ársins 2013 og gefur augaleið að ekki er unnt að kanna innihald þeirra allra með þeim mannafla sem fyrir hendi er. Í lögum er enda gert ráð fyrir að ársreikningaskrá geri úrtakskannanir á því hvort reikningar séu í samræmi við ákvæði laga. Allnokkur fjöldi reikninga er felldur af skrá árlega sem ófullnægjandi, en ekki fæst uppgefið hversu margir þeir eru. 

Í samtali við blaðamann sagði starfsmaður embættisins að þessi reikningur hefði einfaldlega ekki lent í úrtaki og því hefðu annmarkar á honum ekki uppgötvast fyrr en blaðamaður hringdi og benti á birtingu hluthafa undir heitinu „ótilgreindir útlendingar“.

Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er það einsdæmi að hluthafar séu birtir undir þessu heiti. Að minnsta kosti hafði enginn hjá embættinu fyrr né síðar séð svona hluthafaskráningu í ársreikningi.

Samkvæmt ársreikningnum voru talsverð umsvif hjá Neytendalánum ehf. á árinu 2013, þrátt fyrir að það hafi tekið til starfa í september það ár. Veltufjármunir sem flokkaðir eru sem skammtímakröfur og skammtímalán nema samanlagt um 257 milljónum króna. Ekki er hægt að segja til um hvort þessi tala sýnir veltu smálána enda benti endurskoðandi sem blaðamaður ræddi við á að talsvert skorti upp á að skýringar með reikningnum væru fullnægjandi.

Eigið fé Neytendalána ehf. nam 26 milljónum króna í árslok 2013 en skammtímaskuldir samtals 253 milljónum króna samkvæmt ársreikningnum sem skilað var inn. Hagnaður fyrir skatta nam 34 milljónum króna og hagnaður eftir skatta nam tæpum 26 milljónum króna.

Greinin birtist upphaflega í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 25.janúar 2015. 

mbl.is
Í ársreikningi er skylt að geta um hluthafa. Í ársreikningi ...
Í ársreikningi er skylt að geta um hluthafa. Í ársreikningi Neytendalána ehf. fyrir 2013 voru ekki sérlega nákvæmar upplýsingar um helstu hluthafa. mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »

Keyrði á vegg og stakk af

Í gær, 21:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega sex í kvöld um að bifreið hefði verið ekið á vegg við Bakkasel í Breiðholti. Ökumaðurinn kom sér undan en skildi bifreiðina eftir á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Harður árekstur á Salavegi

Í gær, 21:18 Harður árekstur varð á vegamótum Salavegar og Arnarnesvegar er tveir bílar skullu þar saman rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir áreksturinn. Meira »

Ákærðir fyrir brot á lögum um náttúruvernd

Í gær, 21:14 Þrír menn hafa verið ákærðir af embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fyrir að hafa í fyrra brotið gegn lögum um náttúruvernd og auglýsingu um friðland á Hornströndum með því að hafa laugardaginn 28. Maí í fyrra komið í friðlandið og dvalið þar í vikutíma án þess að tilkynna Umhverfisstofnun um ferðalag sitt. Meira »

Nýr ketill hefur myndast í Öræfajökli

Í gær, 21:14 Nýr sigketill, um einn kílómetri í þvermál, hefur myndast í öskjunni í Öræfajökli síðastliðna viku. Þetta sýna nýlegar gervihnattamyndir af jöklinum. Þá náði flugstjóri í farþegaflugi einnig ljósmyndum í dag og sendi Veðurstofunni. Meira »

Annað og meira en reynsla og kjöt

Í gær, 20:26 Hún ætlar að gefa sína tíundu ljóðabók út sjálf og selur hana í forsölu á Karolinafund, sem og ljóðapúða og ljóðataupoka. Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld hugleiðir fyrirbærið bið í nýju ljóðabókinni biðröðin framundan. Hún segir biðina eiga sér margar hliðar, bjartar og dimmar. Meira »

Gert að borga fyrir eigin brottflutning

Í gær, 19:51 Íranska hæl­is­leit­and­an­um Amir Shokrgoz­ar, sem vísað var frá Íslandi í fylgd fimm lögreglumanna í febrúar á þessu ári og hann sendur til Ítalu, er gert að greiða reikninginn fyrir brottflutninginn ætli hann að flytja hingað til lands aftur. Meira »

Flugeldasala og gistiskýli fari ekki saman

Í gær, 19:20 Eigendur fyrirtækja í byggingu við Bíldshöfða 18 í Reykjavík krefjast þess að sýslumaður leggi lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar í húsinu, en til stendur að hýsa þar 70 hælisleitendur. Telja eigendur fyrirtækjanna meðal annars að eignir þeirra kunni að rýrna. Meira »

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

Í gær, 18:54 Rúnar Karlsson, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel á Vestfjörðum hefur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af ferðaþjónustufyrirtækinu GJÁ útgerð sem einnig er þekkt sem Standferðir. Var kæran lögð fram vegna umfjöllunar um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum í fyrra. Meira »

„Þarf að hefjast handa strax“

Í gær, 18:27 „Ég leyfi mér að treysta því að VG fari ekki inn í þetta stjórnarmynstur nema að fá því framgengt að Ísland standist þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni er nú í Bonn í Þýskalandi á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag

Í gær, 17:39 Stuðningur við Vinstri græn hefur dalað um 3,6 prósentustig frá síðustu alþingiskosningum og mælist nú 13,0% miðað við 16,9% í kosningum. Á sama tíma hefur stuðningur við Samfylkingu aukist úr 12,1% í 16,0% og er Samfylkingin nú annar stærsti flokkurinn. Meira »

Vill að flugfreyjur og -þjónar standi saman

Í gær, 17:16 „Það er von mín að flugfreyjur og flugþjónar á Íslandi standi saman í einu stéttarfélagi,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hafa gagnrýnt stjórn FFÍ og segja mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an félagsins. Meira »

100 manns komast ekki af spítalanum

Í gær, 18:22 Nú liggja um 100 einstaklingar inni á Landspítalanum sem lokið hafa meðferð og gera ekki annað en að bíða eftir því að komast af spítalanum. Um er að ræða aldraða einstaklinga sem ekki geta snúið aftur að óbreyttu heim og eru aðstæður þeirra óviðunandi. Meira »

„Raddir barna og ungmenna skipta máli“

Í gær, 17:20 Í tilefni af alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember næstkomandi, hafa börn í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, útbúið nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk, What About Us. Meira »

Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

Í gær, 17:14 Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Meira »
Viltu vita meira um Hornstrendingana?
Þá er málið leyst. Í Hornstrandabókum okkar er uppistaðan frásagnir af Hornstren...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...