„Ótilgreindir útlendingar“ sagðir eigendur

Framkvæmdastjóri Neytendalána ehf. segist sjálfur eiga félagið. Það félag á ...
Framkvæmdastjóri Neytendalána ehf. segist sjálfur eiga félagið. Það félag á Hraðpeninga, 1909 og Múla ehf. sem öll veita smálán. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Neytendalán ehf. er í 100% eigu „ótilgreindra útlendinga“ samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi félagsins fyrir árið 2013. Fleira kemur ekki fram um eigendur í ársreikningnum en í tölvupósti frá framkvæmdastjóra félagsins segist hann sjálfur eiga félagið. Hann hafi keypt það af Jumdon Finance Ltd. á Kýpur 2013. Þegar blaðamaður leitaði upplýsinga hjá ársreikningaskrá ríkisskattstjóra um hvort leyfilegt væri að skrá hluthafa með þeim hætti sem gert er hjá Neytendalánum, fengust þau svör að svo væri ekki og ársreikningi Neytendalána ehf. fyrir árið 2013 var því hafnað á föstudag en hann hafði áður sloppið í gegn.

Fyrirtækið Neytendalán er nokkurs konar hattur þriggja fyrirtækja sem veita smálán; Hraðpeninga ehf., 1909 ehf. og Múla ehf. Þeir sem taka smálán hjá einhverju þessara þriggja smálánafyrirtækja frá reikning frá Neytendalánum ehf. í heimabankann þegar kemur að skuldadögum.

Neytendalán ehf. var stofnað í þeirri mynd sem það er nú í september 2013. Þá keypti Jumdon Finance Ltd. á Kýpur allt hlutafé í Neytendalánum. Fyrirtækið er þó ekki skráður eigandi samkvæmt ársreikningi fyrir 2013 heldur er félagið sagt í eigu „ótilgreindra útlendinga“.

Fullgilt umboð fyrir kýpverska huldufélagið Jumdon Finance Ltd. hér á landi hefur Skorri Rafn Rafnsson, en í samtali við blaðamann hefur hann neitað því að hafa nokkur tengsl við félagið.

Í tölvupósti sem birtur er orðréttur í heild með þessari frétt segist Óskar Þorgils Stefánsson, framkvæmdastjóri Neytendalána ehf. (sem einnig er titlaður framkvæmdastjóri Hraðpeninga á vef fyrirtækisins), eiga Neytendalán sjálfur. Hann hafi keypt það á árinu 2013 af Jumdon Finance. Ennfremur er staðhæft að fyrri eigandi hafi „ekki komið að rekstri fyrirtækisins í á fjórða ár“.


Fyrri eigandinn sem Óskar vísar til er Skorri Rafn Rafnsson. Samkvæmt öruggum heimildum blaðamanns er Skorri Rafn Rafnsson, sem staðhæft er í tölvupóstinum að hafi ekki tengsl við reksturinn, fulltrúi félagsins hér á landi. Félag í hans eigu sem rak smálánastarfsemi í Króatíu til ársins 2012 var ennfremur fulltrúi Jumdon Finance á Kýpur.

Ekkert kemur fram í ársreikningi Neytendalána fyrir 2013 um að Jumdon Finance eigi félagið og ekki heldur neitt um að Óskar eigi það. Engar upplýsingar koma fram um hluthafa aðrar en að þeir séu „ótilgreindir útlendingar“.

Ekkert hefur fengist uppgefið um hverjir eru hluthafar í Jumdon Finance Ltd. og eins og kom fram í umfjöllun Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins 11. janúar hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að félagið hafi nokkra starfsemi á Kýpur.

Ársreikningi Neytendalána ehf. fyrir árið 2013 var skilað inn í september 2014 og er hann undirritaður af Guðmundi Jens Þorvarðarsyni, löggiltum endurskoðanda.

Ársreikningurinn er ófullnægjandi að mati ársreikningaskrár ríkisskattstjóra og á föstudag hafnaði hún reikningnum og sendi félaginu hann til baka með ósk um úrbætur.
Ef ársreikningaskrá fær ábendingar um að ársreikningar kunni að vera ófullnægjandi eru þeir skoðaðir sérstaklega og hafnað ef svo reynist vera.

Ársreikningi hafnað eftir ábendingu blaðamanns
Ákveðið var að hafna reikningnum eftir að blaðamaður spurðist fyrir um það hjá embætti Ríkisskattstjóra hvort leyfilegt væri að segja í ársreikningi að hluthafar félags væru „ótilgreindir útlendingar“.

Í kjölfar símtals blaðamanns var ársreikningur Neytendalána fyrir árið 2013, sem skilað var inn til RSK þann 29. september 2014, skoðaður. Þegar fulltrúi embættisins hafði samband við blaðamann aftur fengust þær upplýsingar að ársreikningur Neytendalána ehf. fyrir 2013 væri alls ekki ásættanlegur. Skýrt sé í lögum að tilgreina beri hvern hluthafa fyrir sig í fylgiskjali með ársreikningi félags. Það eigi við hvort sem hluthafar eru innlendir eða útlendir.

Þar að auki vanti í ársreikninginn skýrslu stjórnar. Skylt er að birta þar upplýsingar um 10 stærstu hluthafa hvers félags.

Lenti ekki í úrtaki og slapp því í gegn

Á síðasta ári tók ársreikningaskrá RSK á móti tæplega 28.000 ársreikningum vegna ársins 2013 og gefur augaleið að ekki er unnt að kanna innihald þeirra allra með þeim mannafla sem fyrir hendi er. Í lögum er enda gert ráð fyrir að ársreikningaskrá geri úrtakskannanir á því hvort reikningar séu í samræmi við ákvæði laga. Allnokkur fjöldi reikninga er felldur af skrá árlega sem ófullnægjandi, en ekki fæst uppgefið hversu margir þeir eru. 

Í samtali við blaðamann sagði starfsmaður embættisins að þessi reikningur hefði einfaldlega ekki lent í úrtaki og því hefðu annmarkar á honum ekki uppgötvast fyrr en blaðamaður hringdi og benti á birtingu hluthafa undir heitinu „ótilgreindir útlendingar“.

Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er það einsdæmi að hluthafar séu birtir undir þessu heiti. Að minnsta kosti hafði enginn hjá embættinu fyrr né síðar séð svona hluthafaskráningu í ársreikningi.

Samkvæmt ársreikningnum voru talsverð umsvif hjá Neytendalánum ehf. á árinu 2013, þrátt fyrir að það hafi tekið til starfa í september það ár. Veltufjármunir sem flokkaðir eru sem skammtímakröfur og skammtímalán nema samanlagt um 257 milljónum króna. Ekki er hægt að segja til um hvort þessi tala sýnir veltu smálána enda benti endurskoðandi sem blaðamaður ræddi við á að talsvert skorti upp á að skýringar með reikningnum væru fullnægjandi.

Eigið fé Neytendalána ehf. nam 26 milljónum króna í árslok 2013 en skammtímaskuldir samtals 253 milljónum króna samkvæmt ársreikningnum sem skilað var inn. Hagnaður fyrir skatta nam 34 milljónum króna og hagnaður eftir skatta nam tæpum 26 milljónum króna.

Greinin birtist upphaflega í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 25.janúar 2015. 

mbl.is
Í ársreikningi er skylt að geta um hluthafa. Í ársreikningi ...
Í ársreikningi er skylt að geta um hluthafa. Í ársreikningi Neytendalána ehf. fyrir 2013 voru ekki sérlega nákvæmar upplýsingar um helstu hluthafa. mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þreytt á ótryggum ferðum

05:30 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Samráðsvettvangur um vímuefnamál

05:30 Heilbrigðisráðherra hefur sent bréf þar sem óskað er eftir tilnefningum í samráðsvettvang um vímuefnamál.  Meira »

Milljarðar í kolefniskvóta

05:30 Ríkissjóður mun að óbreyttu þurfa að kaupa kolefniskvóta fyrir milljarða króna á næsta áratug. Ástæðan er losun gróðurhúsalofttegunda umfram markmið stjórnvalda um 20% minni losun 2020 en árið 2005. Meira »

Unnið á öllum vígstöðvum á Bakka

05:30 „Það er ótrúlegur gangur þessa dagana og liggur við að hægt sé að sjá mun frá degi til dags. Það má segja að verkefnið sé á lokametrunum.“ Meira »

Stemning fyrir sólmyrkva árið 2048

05:30 Tæplega 4.000 manns bíða spenntir eftir hringmyrkva sem væntanlegur er árið 2048 ef marka má fésbókarsíðuna Sólmyrkvi 2048. Umræður sem fram fara á síðunni lýsa vel áhyggjum fylgjenda. Einhverjir hafa áhyggjur af því að verða uppteknir fimmtudaginn 11. Meira »

Urriðavatn fær votlendið aftur

05:30 Undirritaður var samningur á milli Garðabæjar, Toyota á Íslandi ehf., Urriðaholts ehf., Landgræðslu ríkisins og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. um endurheimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ í gær. Meira »

Hávertíð skemmtiferðaskipanna

05:30 Vertíð skemmtiferðaskipanna mun ná hámarki á næstunni. Á miðvikudaginn voru þrjú skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn í Reykjavík. Um borð voru rúmlega 5.500 farþegar og í áhöfn skipanna rúmlega 2.200 manns. Meira »

Fóru í morgunbað í Ölfusá

05:30 „Það er þónokkur straumur þarna og þótt áin virðist lygn á þessari mynd leynir hún á sér,“ segir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem sá tvo ferðamenn baða sig við Hrefnutanga í Ölfusá um níuleytið í gærmorgun. Meira »

Fangi slapp úr Akureyrarfangelsi

Í gær, 23:59 Fangi slapp úr fangelsinu á Akureyri í kvöld en lögregla hafði handtekið hann aftur um það bil klukkutíma eftir að hann slapp. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og lögreglan á Akureyri staðfestir að fanginn hefði verið handtekinn en vísar á Fangelsismálastofnun um frekari upplýsingar. Meira »

Íslendingar alltaf sólgnir í ís

Í gær, 22:44 Íslendingar elska ísinn sinn, í hvaða veðri sem er. Jafnvel í snjóstormi virðist alltaf nóg að gera í ísbúðunum. Ísbúðareigendur og starfsfólk segjast því ekki kippa sér upp yfir lélegu sumarveðri, enda skipti það litlu fyrir sölurnar. Ást á ís sé ættgeng á Íslandi og hluti íslenskrar menningar. Meira »

Samvera meginmarkmið símaleiksins

Í gær, 21:31 Stafræni samkvæmisleikurinn Triple Agent!, eftir íslenskja leikjafyrirtækið Tasty Rook, kemur út í dag. Hann snýst um að vera með öðrum, fremur en að hver leikmaður poti í sinn skjá. Meira »

Náttúrubörn á Hólmavík

Í gær, 21:15 „Þegar þetta var að byrja fór ég í ferðir með náttúrufræðingum, veðurfræðingum og fleirum. Þeir sögðu mér allt sem þeir vissu og svo reyni ég að miðla því til krakkanna.“ Meira »

Sjaldan séð eins sterk viðbrögð á netinu

Í gær, 21:01 „Þau eru búin að vera hér á landi í eitt hálft ár. Hún var fórnarlamb mansals í Evrópu áður en hún kom hingað. Hann er búinn að vera í vinnu hjá sama byggingarfyrirtækinu allan tímann og þau eiga átta ára dóttur sem gengur í skóla hér á landi og talar íslensku.“ Meira »

Dregið úr leit að manni við Gullfoss

Í gær, 20:13 Leit að manninum sem fór í Gullfoss í gær er lokið í dag og eru síðustu hóparnir að klára sín verkefni að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Verið er að funda um næstu skref en ljóst er að dregið verður úr leitinni strax á morgun. Meira »

„Hún er ótrúlega sterk“

Í gær, 19:23 Fyrir tæpum átta vikum lenti Lára Sif Christiansen í alvarlegu hjólreiðaslysi sem olli því að í dag er hún lömuð frá brjósti og óvíst er hvort hún muni ganga á ný. Meira »

Liggur á að koma upp enn einu hótelinu

Í gær, 20:16 „Það er ekkert ofmælt að þetta sé helgasti staður þjóðarinnar. Erlendis eru menn ekkert að flýta sér og kasta til höndum þegar þeir skipuleggja og kasta til hendi á þannig stöðum. Fornleifarannsóknin stendur enn yfir en það liggur samt rosa mikið á að koma upp enn einu hótelinu.“ Meira »

Myrk matarupplifun og tamdir hrafnar

Í gær, 19:51 Á bænum Vatnsholti í Flóahreppi kennir ýmissa grasa en þar reka athafnahjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir sveitahótel og veitingastaðinn Blind Raven sem óhætt er að segja að eigi engan sinn líka. Ásamt því að standa í rekstri rækta hjónin einnig hrafna og hafa fuglarnir frá Vatnsholti slegið í gegn á undanförnum árum. Meira »

Margir skilja íslensk lög illa

Í gær, 18:44 Torskilin orð, setningaskipan og flókinn texti koma í veg fyrir að margir Íslendingar skilji íslenska lagatexta. Þetta er niðurstaða forrannsóknar á skilningi almennings á lagatextum sem var gerð síðasta sumar en þá voru þátttakendur fáir svo rannsaka þarf skilning almennings á réttindum sínum og skyldum betur. Meira »
Fortjald á Húsbíl - Loftsúlur
Kampa Rally Air 260 Uppblásið fortjald fyrir Húsbíl - Engar málmsúlur - ekkert b...
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýl...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....