„Það greip hann auðvitað skelfing“

Platinum Prince er einn þeirra sem stolið var.
Platinum Prince er einn þeirra sem stolið var. Ljósmynd/Ólafur Sturla

Ekkert hefur spurst til þriggja bengal-katta sem stolið var úr húsi í Ölfusi á miðvikudaginn. Hafa borist nokkrar ábendingar en þær hafa engu skilað. Kettirnir heita Ísa­bella Sól­ey, Plat­in­um Prince og Kysstu Lífið Lukka. 

„Þeir eru enn ófundnir. Ég hefur verið að hringja hingað og þangað um landið og spyrjast fyrir með engum árangri,“ segir Ólafur Sturla Njálsson eigandi kattanna.

„En fólk kemst ekkert upp með það að eiga svona ketti lengi óséð. Ég er með skrá yfir alla þá sem eiga bengal-ketti á Íslandi og fylgist því vel með,“ segir Ólafur.

Eins og mbl.is sagði frá í síðustu viku var fyrst talið að þjófarnir hafi tekið með sér fjóra ketti en sem betur fer fannst einn köttur undir sófa rúmum sólarhring eftir að hinir hurfu. Það var högninn Kiss Me.

Ólafur Sturla segir að Kiss Me hafi verið í áfalli fyrstu dagana eftir ránstilraunina en sé nú afslappaðri. „Hann virðist vera búinn að jafna sig að mestu leyti. En hann er alltaf að horfa yfir í búrið sem hinir voru í. Hann augljóslega man eftir þessu. Það greip hann auðvitað skelfing og það situr í honum.“

Ólafur Sturla þiggur allar ábendingar um staðsetningu kattanna þriggja á Facebook. 

Þessi mynd var tekin af kettinum Kiss Me stuttu eftir …
Þessi mynd var tekin af kettinum Kiss Me stuttu eftir að hann fannst. Hann var augljóslega í áfalli. Ljósmynd/Ólafur Sturla
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert