Vilja ekki þrengja Grensásveg

Horft norður Grensásveg. Lagt er til að ein akrein verði …
Horft norður Grensásveg. Lagt er til að ein akrein verði í hvora átt frá Bústaðavegi að Miklubraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við erum algjörlega á móti því að setja rúmar tvö hundruð milljónir í það að þrengja Grensásveg og Háaleitisbraut með þessum hætti“

Þetta segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en til stendur að þrengja Grensásveg sunnan Miklubrautar og gera þar hjólastíg til að auka umferðaröryggi vegfarenda.

„Fækkun akreina og þrengingar á tveimur götum, Grensásvegi og Háaleitisbraut, mun kosta borgarbúa 205 milljónir króna. Á sama tíma standa margir tónlistarskólar í Reykjavík frammi fyrir gjaldþroti en borgarfulltrúar meirihlutans finna enga peninga í sjóðum borgarinnar til að tryggja framboð á tónlistarnámi svo dæmi sé tekið um verkefni sem ætti frekar að hafa forgang. Önnur lögmál virðast gilda um tilgangslausar þrengingar á gatnakerfinu,“ segir m.a. í bókun sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert