Gjörólík afstaða til stjórnarflokkanna

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Ómar

Minnihluti svarenda teldur að ríkisstjórnarflokkarnir séu best til þess fallnir að málalfokkana lög og regla almennt, heilbrigðismál, mennta- og skólamál, nýtingu náttúruauðlinda og umhverfismál. 

MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða fimm málaflokka tengda grunnstoðum samfélagsins sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.

Af málaflokkunum fimm voru ríkisstjórnarflokkarnir tveir (Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur) ekki taldir bestir til þess fallnir að leiða neinn málaflokk af meira en helming þátttakenda samanlagt.

Þeir málaflokkar sem um ræðir eru lög og regla almennt, heilbrigðismál, mennta- og skólamál, nýting náttúruauðlinda (s.s. fiskveiðar, vatn og orka) og umhverfismál.

38,6% töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða málaflokkinn lög og regla almennt en aðeins 7,8% telja Framsóknarflokkinn bestan til þess.

38,6% töldu Vinstri græn best til þess fallinn að leiða í umhverfismálum. Sjálfstæðisflokkurinn kemur næstur á eftir með 19,8%. Þá Framsóknarflokkurinn með 12,1%.

22,0% þeirra sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í heilbrigðismálum, en alls segja 32,9% að Sjálfstæðisflokkurinn sé bestur til að leiða málaflokkinn. Samfylkingin kemur næst á eftir með 26,9%.

Könnunin var framkvæmd dagana 9. til 14. janúar 2015 og var heildarfjöldi svarenda 933 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Nánar um könnunina hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert