Fljúga drónum yfir eldgosið

Zee er hress í Holuhrauni.
Zee er hress í Holuhrauni. Skjáskot af vef ABC

Fyrsta innslag bandarísku veðurfréttarkonunnar Ginger Zee frá eld­gosinu í Holu­hrauni er komið á vefsíðu ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Í innslaginu má sjá Zee fagna því að vera komin loksins til Íslands og lýsir umhverfinu.

Í innslaginu kemur fram að hún og tökuliðið hafi verið flutt með þyrlu frá Reykjavík að eldgosinu og tók það um eina til eina og hálfa klukkustund. Sýnir hún reykin stíga upp úr sprungunni.

Að sögn Zee verður drónum flogið yfir eldgosið og segir hún að mjög áhugaverðar upplýsingar muni koma út úr því.

„Hér eru grunnbúðirnar okkar,“ segir Zee og bendir að nokkrum bifreiðum. „Að því virðist í einskismannslandi.“

Hún biður áhorfendur um að fylgjast með útsendingunni í dag. „Við munum læra svo mikið meira,“ segir hún spennt. 

Innslagið má sjá hér að neðan.


World News Videos | ABC World News

Tilbúin í slaginn við Holuhraun

„Mjög vel að þessu staðið“

„Hér komum við eldfjall!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka