Tilkynning barst heldur seint

Ráðhús Reykjanesbæjar er lokað en tölvu- og símkerfi bæjarins liggur …
Ráðhús Reykjanesbæjar er lokað en tölvu- og símkerfi bæjarins liggur niðri. Ómar Óskarsson

„Ég hefði talið að það væri orkufyrirtækjanna að gefa út yfirlýsingu um rafmagnsleysið,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og segist þá eiga við HS veitur og Landsnet.

Tilkynning um rafmagnsleysið á Suðurnesjunum barst fjölmiðlum tæpri klukkustund eftir að rafmagn fór af svæðinu. Þá höfðu nokkrir íbúar haft samband við mbl.is og furðað sig á rafmagnsleysinu og skorti af fréttum af því. 

Kjartan Már segist gera ráð fyrir að allir séu að vinna í því að halda þjónustu í góðu horfi. Ráðhúsi Reykjanesbæjar hefur verið lokað en tölvu- og símkerfi bæjarins liggur niðri.

Aðeins sjónflug á Keflavíkurflugvelli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert