Hafa lært gríðarlega mikið af gosinu í Holuhrauni

Holuhraunsgosið í allri sinni dýrð.
Holuhraunsgosið í allri sinni dýrð. mbl.is/afp

„Við erum búin að læra gríðarlega mikið af þessu og erum ekki búin að ná öllu, eigum eftir að læra meira.“

Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, spurður um þann lærdóm sem jarðvísindamenn hafa dregið af jarðhræringunum í Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni. Næstkomandi mánudag verður liðið hálft ár frá því jarðhræringarnar hófust, 16. ágúst, en eldgosið í Holuhrauni sem enn stendur hófst 31. ágúst.

„Við erum í fyrsta skipti, frá því nútímavísindi komust á legg, að fylgjast með öskjusigi í stórri íslenskri megineldstöð og stóru flæðigosi sem tengist öskjusiginu,“ heldur Magnús Tumi áfram í samtalinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert