Smekkfullt á fyrirlestri um eldgosið

Fullt er út úr dyrum á fyrirlestri Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings.
Fullt er út úr dyrum á fyrirlestri Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. mbl.is/Benedikt Bóas

Fullt er út úr dyrum á fyrirlestri Ármanns Höskuldssonar, eldfjallafræðings, sem stendur yfir í hátíðarsal Háskóla Íslands. Opna þurfti tvær aukastofur vegna gríðarlegrar aðsóknar en þær fylltust einnig fljótt. Gestir eru á öllum aldri, bæði nemendur við skólann og aðrir.

Ármann fjallar í fyrirlestri sínum um eldgosið í Holuhrauni og framgang þess frá upphafi til dagsins í dag í fyrirlestraröðinni Vísindi á mannamáli. Í erindinu fjallar Ármann meðal annars um það hvernig vísindamenn nýta þekkingu sína og viðbótarupplýsingar sem fást við vöktun eldgosa til að skilja betur afleiðingar þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert