Spá 342 milljarða tekjum

Stóran hluta hagvaxtar síðustu ára má rekja til ferðaþjónustunnar.
Stóran hluta hagvaxtar síðustu ára má rekja til ferðaþjónustunnar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íslandsbanki spáir því að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar verði 342 milljarðar króna í ár, eða ríflega milljón krónur á hvern Íslending.

Greinin hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið og með sama áframhaldi verða tekjurnar farnar að nálgast útgjöld ríkisins innan nokkurra ára, en þau eru áætluð um 640 milljarðar í ár, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Samtök ferðaþjónustunnar spá 15% fjölgun ferðamanna í ár, borið saman við 20% fjölgun á síðustu árum. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir ferðaþjónustuna orðna „langumfangsmestu atvinnugrein þjóðarinnar á mælikvarða gjaldeyrisöflunar“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert