Sjáið Brynjar Karl á Discovery

Saga Legómeistarans Brynjars Karls Birgissonar var á dögunum sýnd á sjónvarpsstöðinni Discovery í Kanada. Í innslaginu er rætt við Brynjar Karl um byggingu Titanic-skipsins sögufræga og hvað tekur við. Að hans sögn er það skemmtigarður úr Legó, þar sem skipið hefur stórt hlutverk.

Smíðin hófst síðasta sumar en eins og áður hefur komið fram á mbl.is er ólíklegt að Brynjar Karl taki sér annað eins verkefni fyrir hendur - alla vega strax.

Frétt mbl.is: Mamma bannar annað legóverkefni

Sjá má innslagið í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert