Hver einasta rúða, 35 stykki, splundruðust

Engu líkara er en skotið hafi verið á útihúsin við …
Engu líkara er en skotið hafi verið á útihúsin við Núp III en þetta eru göt eftir steina. mbl.is/Sverrir Guðmundsson

„Það komu bændur til okkar að hjálpa því það hafði ekkert skemmst hjá þeim. En hver einasta rúða í útihúsunum sem snýr í austur, 35 stykki, splundraðist nema í íbúðarhúsinu og það er af því að ég plantaði trjám fyrir einhverjum árum sem skýldu íbúðarhúsinu.“

Þetta segir Berglind Hilmarsdóttir á Núpi III, Vestur-Eyjafjöllum, um veðurhaminn undir Eyjafjöllum á sunnudag. Hann var slíkur að splunkuný stór flekahurð 3,5 metrar að breidd og 3,5 metrar á hæð lagðist saman eins og pappírsblað á Núpi III.

„Samt vorum við með styrkingu á henni. Við vorum með traktor við hurðina og lögðum ógnarstóran trébita upp að. Trébitinn kubbaðist bara í sundur,“ segir Berglind en raunum hennar var ekki lokið, að því er fram kemur í umfjöllun um veðurofsann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert