A og viðurkenning

Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson.
Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Brynjólfi Ásgeiri Brynjólfssyni byggingaverkfræðingi verður veitt sérstök viðurkenningu Sænska bergtæknifélagsins og Sænska bergrannsóknafélagsins fyrir að hafa unnið besta verkefnið á sviði bergrannsókna og bergtækni í Svíþjóð árið 2014.

Brynjólfur lauk MS-gráðu í byggingaverkfræði við Konunglega tækniháskólann (KTH) í Stokkhólmi í fyrra með áherslu á jarðgöng og veghönnun.

Hann fékk hæstu einkunn, A, fyrir lokaverkefnið sem snerist um ný 6 km löng lestargöng, Citybanan, sem verið er að grafa undir miðborg Stokkhólms, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert