Andlát: Árni Arinbjarnarson tónlistarmaður

Árni Arinbjarnarson.
Árni Arinbjarnarson.

Árni Arinbjarnarson tónlistarmaður lést sunnudaginn 1. mars sl., áttræður að aldri.

Árni fæddist 8. september 1934 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Arinbjörn Árnason frá Neðri-Fitjum í Víðidal og Margrét Jónína Karlsdóttir frá Bjargi í Miðfirði.

Árni lauk burtfararprófi í fiðluleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1956 og í orgelleik frá sama skóla árið 1960. Kennarar hans voru Björn Ólafsson í fiðluleik og dr. Páll Ísólfsson í orgelleik. Árið 1957-58 var Árni við framhaldsmám í fiðlu- og orgelleik í London. Kennarar hans voru Max Rostal og Geraint Jones.

Árni starfaði sem fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1961-1996. Hann var fiðlukennari við Tónlistarskólann í Keflavík 1958-1982; Tónlistarskólann í Reykjavík 1964-1973 og Nýja Tónlistarskólann 1978-2014. Árni var orgelleikari og söngstjóri Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu 1952-1988 og orgelleikari Grensáskirkju 1967-1973 og 1982-2014. Árni kom fram á mörgum orgeltónleikum hérlendis og á organistamótum í Danmörku og Svíþjóð.

Árni kvæntist 22. júní 1968 Dóru Lydiu Haraldsdóttur, f. 1. maí 1943. Börn þeirra eru: Arinbjörn, Pálína og Margrét. Barnabörnin eru tvö.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert