Vonskuveður eftir hádegi á morgun

Vonskuveðri er spáð á landinu á morgun eftir hádegi.
Vonskuveðri er spáð á landinu á morgun eftir hádegi. mbl.is/Kristinn

Búist er við stormi eða roki á landinu síðdegis á morgun. Gert er ráð fyrir að meðalvindur verði 20-28 metrar á sekúndu.

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands verður á morgun vaxandi suðaustanátt, 18-28 metrar á sekúndu síðdegis með mjög snörpum vindhviðum við fjöll sunnan- og sestanlands. Um kvöldið hvessir norðan og austan til. Í fyrstu verður snjókoma en síðan slydda og jafnvel rigning á láglendi. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu sunnanverðu landinu og hlýindum um stund. Úrkomuminna verður norðaustan til. Annað kvöld snýst í sunnanátt með slydduéljum vestan til og kólnar aftur.

Í athugasemd veðurfræðings kemur fram að búist sé við vonskuveðri frá því eftir hádegi á morgun fram á aðra nótt. Skyggni verður léleg vegna snjókomu og skafrennings. Má gera ráð fyrir því að ferðalög yfir heiðar og fjallvegi verði erfið eða ómöguleg. Mun veðrið ganga yfir sunnan og vestan lands á milli klukkan 19 og 21 annað kvöld en eftir miðnætti á austanverðu landinu. 

Sjá veðurvef mbl.is.

Sjá frétt mbl.is:

Vonskuveður? Hvað er það?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert