Aðvara gesti Hamborgarafabrikkunnar

Það getur orðið ótrúlega hvasst við Höfðatorg og því ber …
Það getur orðið ótrúlega hvasst við Höfðatorg og því ber að taka viðvörunina alvarlega. mbl.is/Golli

Eigendur Hamborgarafabrikkunnar vilja beina þeim tilmælum til þeirra sem hafa hug á að heimsækja veitingastaðin við Höfðatorg á morgun að vara sig á veðrinu. Eru gestir hvattir til að nýta sér bílastæðakjallarann undir Turninum.

„Vindhraðinn við Höfðatorg getur orðið mikill, sérstaklega við enda Turnsins, og hafa slys átt sér stað þegar fólk missir fótanna í vindhviðum. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að það er þjóðráð að skríða í miklum vindi, en alls ekki að reyna hlaupa undan honum. Það getur hreinlega lyft fólki á flug,“ segir í tilkynningu sem hefur verið send á fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert