„Det bare blæser så meget“

Mogens og félagi hans tóku flugið í vindinum í dag.
Mogens og félagi hans tóku flugið í vindinum í dag. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

„Það var bara svo helvíti mikill vindur að við urðum að prófa þetta. Þetta var bara til gamans gert,“ segir Mogens Olsen, en mynd af honum fljúga hefur farið sem eldur um sinu um netheima í dag. 

Olsen er frá Grænlandi en er staddur á Akureyri þar sem hann tók þátt í Iceland Winter Games. Hann hefur stundað snjóbrettaíþróttina frá 10 ára aldri og tekið þátt í mótum hér á landi og í Noregi þar sem hann keppti fyrir stuttu á Danmerkurmeistaramótinu á snjóbretti og lenti í öðru sæti í slope-style. 

Hann segir að gaman hafi verið að takast á loft í vindinum mikla í dag, og segist hann ekki hafa upplifað annað eins fok. 

Það brennur kannski á mörgum að vita hvort Mogens hafi meitt sig við flugferðina, en hann fullvissar blaðamann mbl.is um að hann hafi ekki kennt sér meins við lendinguna. 

Sjá frétt mbl.is: Grænlendingur tókst á flug

Mogens Olsen, snjóbrettakappi og flugmaður.
Mogens Olsen, snjóbrettakappi og flugmaður. Mynd/Facebook
Mogens lenti í öðru sæti í slope-style keppni á Danmerkurmeistaramótinu …
Mogens lenti í öðru sæti í slope-style keppni á Danmerkurmeistaramótinu fyrr á þessu ári. Mynd/Facebook
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert