Óveðrið séð frá sjónum

Sjómennskan er ekkert grín syngja menn og meina það svo sannarlega þótt lagið sé fjörlegt.

Á meðan höfuðborgarbúar vorkenndu sér (oft verðskuldað) hástöfum vegna vatnselgs og eignatjóns tókust sjómenn úti fyrir Vestmannaeyjum á við 13 metra ölduhæð. 

Myndbandið hér að ofan barst mbl.is frá íslenskum sjómanni og sýnir það upplifun hans frá fyrstu hendi. Það er óhætt að segja að myndbandið sé ekki fyrir sjóhrædda eða jafnvel þá sem verða auðveldlega sjóveikri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert