HR fyrstur í Evrópu með stafræn prófskírteini

Ari Kristinn Jónsson er rektor Háskólans í Reykjavík.
Ari Kristinn Jónsson er rektor Háskólans í Reykjavík. mbl.is/Eggert

Háskólinn í Reykjavík og nýsköpunarfyrirtækið Basno Inc. hafa gert með sér samkomulag um útgáfu stafrænna prófskírteina. Á næstu dögum verður öllum útskriftarnemendum úr MBA námi HR gefinn kostur á að sækja sér stafrænt prófskírteini sem meðal ananrs má nota á samfélagsmiðlum á borð við LinkedIn.

Með stafrænu prófskírteini er markmiðið að útskrifaðir nemendur geti betur deilt með heiminum afrekum sínum og reynslu með sannreinanlegum hætti.

Basno Inc. er staðsett í New York en Íslendingurinn Kjartan Örn Ólafsson er einn stofnenda fyrirtækisins.

„Við hófum að einbeita okkur að skólamarkaðnum í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmu ári síðan. Talsverður fjöldi bandarískra háskóla hefur þegar innleitt tæknilausnina okkar,“ segir Kjartan. Meðal viðskiptavina Basno má nefna háskóla á borð við New York University, Oregon State University og Fullbright stofnunina. Þá eru 250 önnur fyrirtæki og stofnanir áskrifendur að þjónustu Basno. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert