Telur ekki þörf á lagabreytingu

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

Fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í dag ekki kannast við að lagaheimildir skorti til þess að opinberar stofnanir hér á landi geti tekið við gögnum til að mynda úr skattaskjólum. Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í svari við fyrirspurn frá Helga Hjörvar, þingflokksformanni Samfylkingarinnar. Helgi spurði ráðherrann að því hvernig stæði á því að ekki væri komin fram þingmál til þess að tryggja skýrar lagaheimidlir til þess að taka við slíkum gögnum. Óháð því hvort þau væru stolin eða ekki.

„Varðandi þá vinnu sem unnið er að í stofnunum sem heyra undir fjármála- og efnahagsráðuneytið er það svo að ég hef aldrei fengið ábendingu um að lög standi því í vegi að þær stofnanir, þeir aðilar sem vinna að skattrannsóknum og eftir atvikum saksókn í landinu, kalli eftir lagabreytingum þannig að meiri árangri megi ná, t.d. lagabreytingum af þeim toga sem hér er vísað til. Eiginlega þvert á móti, ég hef engar vísbendingar fengið um að þau gögn sem hafa staðið stofnunum til boða sé ekki hægt að sækja vegna þess að það skorti lagaheimildir,“ sagði Bjarni.

Hins vegar hefði verið settur á fór starfshópur til þess að setja af stað frekari vinnu við að fara yfir þessi mál. Meðal annars hafi hann fengið í hendurnar drög að frumvarpi um griðaákvæði. Það er að þeir sem skotið hefðu fjármunum undan skatti fengju ákveðinn tíma til þess að standa í skilum án þess að þeim yrði gerð refsing. Þær hugmyndir væru í fullu samræmi við það sem nágrannaþjóðir Íslendinga hefðu verið að gera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert