Efna til stóðhestaveltu

Landsliðið 2013.
Landsliðið 2013.

Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga stendur fyrir heimsviðburði í Spretthöllinni laugardaginn 4. apríl næstkomandi, en þar munu 26 sterkustu töltarar heims mæta til leiks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandinu.

Meðal þeirra sem mæta til keppni verður Jóhann R. Skúlason, heimsmeistari í tölti. Einnig verða meðal þátttakenda fyrrverandi heimsmeistari, „örugglega næsti heimsmeistari“, auk landsmótssigurvegara, Íslandsmeistara og Reykjavíkurmeistara.

„Í fyrsta sinn í heiminum verður boðið upp á stóðhestaveltu með 100 folatollum þar sem 90 stóðhestar eru með 1. verðlaun, auk 10 ungra og mjög efnilegra hesta sem lofa mjög góðu. Allir 100 tollarnir verða í einum potti og kostar aðeins kr. 25.000 að taka þátt - engin núll og allir hagnast. Gríðarlega spenna og eftirvænting eru um þessa stóðhestaveltu,“ segir í tilkynningunni.

Verð á viðburðinn er 3.500 krónur en frítt inn fyrir 12 ára og yngri. Húsið opnar kl. 18.30.

Nánar má lesa um málið á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert