100 ný störf í Skagafjörð

Mælifellshnjúkur í Skagafirði.
Mælifellshnjúkur í Skagafirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra leggur til að 90 störf verði flutt í landshlutann af höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem kallað er eftir 40 nýjum opinberum störfum á svæðinu. 100 af þessum 130 störfum verða í Skagafirði, nái tillögur nefndarinnar fram að ganga, en þær eru nú í skoðun í forsætisráðuneytinu.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun.

Í fyrra var greint frá því að nefndin skoðaði að flytja höfuðstöðvar Rarik á Sauðárkrók og heimahöfn Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð.

Í skýrslunni eru settar fram 25 tillögur um flutning opinberra starfa í landshlutann, en áætlaður kostnaður við flutningana er 370 milljónir króna, sem kæmi úr ríkissjóði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert