Saksóknari áfrýjar í LÖKE-málinu

Lögreglumaðurinn var sýknaður í héraðsdómi.
Lögreglumaðurinn var sýknaður í héraðsdómi. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ríkissaksóknari ætlar að áfrýja sýknudómi lögreglumannsins sem sakaður var um meintar ólögmætar uppflettingar í málaskrárkerfi ríkislögreglustjóra, LÖKE. Þetta staðfestir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannsins, í samtali við Morgunblaðið.

„Í héraði var krafa ákæruvaldsins að ákvörðun refsingar væri frestað ef sakfellt yrði og allur málskostnaður félli á ríkið óháð niðurstöðu. Garðar Steinn fékk það staðfest í dag að ríkissaksóknari héldi sig við eigin kröfugerð um málskostnað í héraði en endanleg kröfugerð komi svo fram í greinargerð.

Garðar segir ákvörðun ríkissaksóknara koma sér á óvart, en þó ekki í opna skjöldu. „Lögfræðilega er þetta alveg óskiljanlegt en ríkissaksóknari var búinn að koma með sínar yfirlýsingar í fjölmiðla og það var embættinu ekki til framdráttar að hún væri að gera sig digra því embættið kemur ekki vel út úr þessu máli. Því miður kemur þetta ekki nægilega mikið á óvart,“ segir Garðar. 

Hann segir ekkert benda til þess að þetta mál hafi yfirleitt átt að fara af stað, og margt undarlegt við rannsókn þess.

„Það er mjög undarlegt að stofnun sem nú liggur fyrir að geti ekki, samkvæmt Ríkisendurskoðun, sinnt lögboðnum skyldum sínum, sé að eyða tíma og peningum í að eltast við eitthvað sem embættið sjálft viðurkennir að varði ekki refsingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert