Hafa fellt niður 180 aðgerðir

Verkfall BHM hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans.
Verkfall BHM hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. mbl.is/Golli

Vegna verkfalls BHM hafa 180 skurðaðgerðir verið felldar niður á Landspítalanum og 15 aðgerðir á þræðingastofu.

Um 60% af myndgreiningarannsóknum hefur verið frestað ásamt 700 komum á dag á göngudeildum. Þá starfa geislameðferðir krabbameina á 40-50% afköstum, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum.

Áhrifin eru veruleg. Á venjulegum degi væru um 60 skurðaðgerðir framkvæmdar en til samanburðar eru nú gerðar um 25 aðgerðir á dag eða eingöngu bráðatilfelli, að því er fram kemur í umfjöllun um afleiðingar verkfallsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert