Skattbyrði launafólks léttist lítið eitt í fyrra

Skattbyrðin lækkaði á Íslandi í fyrra, samkvæmt útreikningum OECD.
Skattbyrðin lækkaði á Íslandi í fyrra, samkvæmt útreikningum OECD. mbl.is/Golli

Skattlagning á laun minnkaði örlítið hér á landi í fyrra frá árinu á undan samkvæmt nýrri árlegri úttekt OECD á skattbyrði í aðildarlöndunum.

Ísland vermir 22. sæti meðal 34 aðildarlanda OECD þegar borin er saman skattbyrði launþega í OECD-löndunum og reiknaður svonefndur skattafleygur, sem sýnir hlutfall samanlagðra skatta og launatengdra gjalda af launakostnaði atvinnurekandans vegna starfsmanns. Ísland var líka í 22. sæti í samanburði OECD fyrir árið 2013.

Í samanburðinum kemur fram að hlutdeild skatta og launatengdra gjalda af meðallaunum einhleyps og barnlauss einstaklings var 33,5% af heildarlaunakostnaði vegna hans á síðasta ári og lækkaði hlutfallið (skattafleygurinn) á meðallaunin um 0,61 prósentustig frá árinu á undan. Ísland er nokkuð undir meðallagi í OECD-löndunum þar sem meðaltalið var 36% í fyrra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert