Enn bætist í hóp verkfalla

Fundað var án árangurs í húsnæði ríkissáttasemjara í gær, en …
Fundað var án árangurs í húsnæði ríkissáttasemjara í gær, en hér er samninganefnd BHM. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta er bæði mjög alvarlegt og slæmt,“ segir Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), og vísar í máli sínu til þess að næstkomandi mánudag munu félagsmenn BHM sem starfandi eru hjá Fjársýslu ríkisins og Matvælastofnun leggja niður störf.

Er um að ræða tímabundið verkfall hjá starfsfólki Fjársýslu ríkisins, eða til 8. maí næstkomandi, en ótímabundið hjá Matvælastofnun. Þeir félagsmenn BHM sem fara í verkfall nk. mánudag eru um 100 talsins en þá hafa samtals yfir 3.000 félagsmenn BHM lagt niður störf.

Samningafundur var í kjaradeilu BHM og ríkisins í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Páll segir þann fund hins vegar ekki hafa skilað neinum árangri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert