Safnahúsið opnað í dag

Sýningin Sjónarhorn í Safnahúsinu Hverfisgötu verður opnuð í dag og verða bæði forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og mennta -og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarssonar, viðstaddir.

Um er að ræða enduropnun Safnahússins en Þjóðminjasafnið rekur nú húsið. Sýningin Sjónarhorn er hinsvegar samstarf margra stofnana en slíkt hefur ekki verið gert áður.

Þessar stofnanir eru:
Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafn Íslands auk Þjóðminjasafns Íslands, samkvæmt fréttatilkynningu en þar er tekið fram að ókeypis er í Safnahúsið í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert