Fengu sýn á Sjónarhorn

Frá sýningunni Sjónarhorn í Safnahúsinu í dag. Markús Þór Andrésson, …
Frá sýningunni Sjónarhorn í Safnahúsinu í dag. Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri, leiddi gesti og gangandi gegnum sýninguna. Mynd/Kristinn Ingvarsson

Gestir og gangandi fengu í dag leiðsögn um opnunarsýningu Safnahússins við Hverfisgötu, en Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri, fór þar í gegnum sýninguna Sjónarhorn. Er hún ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú og er til sýnis í sjö álmum hússins, sem áður var kallað Þjóðmenningarhúsið.

Sýningin í Safnahúsinu er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, sem jafnframt rekur húsið, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands

Um er að ræða enduropn­un Safna­húss­ins en Þjóðminja­safnið rek­ur nú húsið. Sýn­ing­in Sjón­ar­horn er hins­veg­ar sam­starf margra stofn­ana en slíkt hef­ur ekki verið gert áður. Þar er stillt sam­an allra­handa grip­um og verk­um sem sýna hinn mynd­ræna arf þjóðar­inn­ar: hand­rit­um, mynd­verk­um, forn­grip­um, skjöl­um og hand­verki. 

Frá Safnahúsinu í dag.
Frá Safnahúsinu í dag. Mynd/Kristinn Ingvarsson
Ungir sem aldnir kíktu við.
Ungir sem aldnir kíktu við. Mynd/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert