Fjölmenni á Andrésar andarleikum

Á milli 2000 og 2500 manns eru nú á Akureyri vegna Andrésar andarleikanna. Keppa þar fjölmargir krakkar á skíðum og snjóbrettum. Þetta er í fertugasta skipti sem leikarnir eru settir, en þeir voru settir í gær og hófst keppni í hinum ýmsu greinum í morgun.

Keppt verður ýmist í svigi, stórsvigi, gönguskíðum, bretti og svo kallaðri leikjabraut fyrir yngstu iðkendurna. Um 700 keppendur eru að keppa í ár því er von á miklum fjölda fólks í fjallið næstu daga.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu má fastlega gera ráð fyrir því að keppendunum fylgi allavega 1500 foreldrar og aðrir aðstandendur. Það er því ljóst að mikið verður um að vera í Hlíðarfjalli næstu daga, en það er farið að styttast í seinni endann á þessari skíðavertíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert