Vilja hefja viðræður á laugardaginn

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar
Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar Sigurður Bogi Sævarsson

Atvinnurekendur þrýsta á viðræður við Framsýn stéttarfélag, en áætlað er að viðræður við þau 12 fyrirtæki á félagssvæðinu sem lýst hafa áhuga á viðræðum hefjist á laugardaginn. Í tilkynningu kemur fram að vegna mikils þrýstings frá fyrirtækjunum hafi verið ákveðið að fara strax í viðræður, en þau leggja mikið upp úr að klára viðræðurnar fyrir 30. apríl.

Verkfallsaðgerðir áttu að hefjast á vegum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins þann dag, verði ekki búið að semja þá. Hefur verið boðað til félagsfundar á sunnudaginn þar sem óskað verður eftir umboði fundarins til að ganga frá kjarasamningum við þau fyrirtæki sem þess óska á félagssvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert