Ekki lengur en 5 ár í Ljósinu

Það hafa margir komið að stuðningi við Ljósið í gegnum …
Það hafa margir komið að stuðningi við Ljósið í gegnum tíðina

Um síðustu áramót var tekin sú ákvörðun í Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein, og aðstandendur þeirra, að setja ákveðin mörk á hversu lengi fólk geti nýtt sér þjónustu Ljóssins. Brugðið var á það ráð að útskrifa fólk úr Ljósinu sem hafði nýtt sér þjónustuna í áraraðir og gat nýtt sér aðrar leiðir sem voru í boði í samfélaginu, að sögn Ernu Magnúsdóttur, forstöðuiðjuþjálfa og eins af stofnendum Ljóssins.

Síðustu ár hefur ásóknin í Ljósið aukist mikið og því þurfti að forgangsraða í þágu þeirra sem þurfa mest á þjónustunni að halda, segir Erna.

Í fyrra sóttu rúmlega 1.000 einstaklingar þjónustu í Ljósið en heimsóknirnar eða komurnar voru alls um 14.000. Árið 2013 sóttu 970 einstaklingar þjónustu í Ljósið og árið 2012 voru þeir 934 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert