Hanna Birna með góðkynja æxli

Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér ráðherradómi í nóvember í ...
Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér ráðherradómi í nóvember í fyrra. mbl.is/Golli

Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður og fyrrverandi innanríkis- og dómsmálaráðherra, er með góðkynja æxli í höfði.

Hún var komin með tvöfalt brjósklos og háan blóðþrýsting  í lok síðasta árs og ákvað því að taka sér fjögurra mánaða hlé frá störfum eftir að  hún sagði af sér sem innanríkisráðherra.

Þetta kom fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.

„Ég fattaði að ég er ekki sami naglinn og ég hélt,“ sagði Hanna Birna um ástæðu þess að hún hafi horfið af sjónarsviðinu í fjóra mánuði eftir að hún sagði af sér. Sagði hún að sér hefði liðið hræðilega illa en ekki haft hugrekkið til að sýna það. Þess vegna hafi hún beðið um frið og þurfa ekki að takast á við almenning og fjölmiðla. „Hanna Birna, nú er bara leikhlé,“ sagði læknir hennar við hana.

Hanna Birna sagði einnig frá því að hún hefði þurft að leita á bráðamóttöku er hún var í opinberri heimsókn í Hollandi á síðasta ári eftir að hún fann fyrir svima og sjóntruflunum. Í kjölfarið fannst þykkildi, eða góðkynja æxli, í höfði hennar. Sagði Hanna Birna að talin væri að það hefði verið þar í nokkur ár.

Spurði Gísla Frey oftar en aðra

Í viðtalinu sagði Hanna Birna einnig að hana hafi grunað alla í kringum sig vegna lekamálsins á ákveðnum tímapunkti en ekki haft neinar sannanir til að benda á einn ákveðinni. Þá sagði hún að örugglega hefði verið farsælla að segja af sér strax eftir að rannsókn á málinu hófst. Vísaði hún til þess að hún hefði verið nýr ráðherra og sagðist óska þess að hún hefði haft kunnáttu, þekkingu og reynslu til að taka aðra ákvörðun.

Áður hefur komið fram að Hanna Birna hafi spurt fólkið í kringum sig hvort það hafi lekið minnisblaðinu. Í viðtalinu sagðist hún þó hafa spurt aðstoðarmann sinn, Gísla Frey Valdórsson, oftar en aðra þar sem hann hafði ákveðna stöðu í rannsókninni.

„Mín mistök í málinu voru að hlaupa í vörn,“ sagði Hanna Birna.

Sagði Hanna Birna að eftir á að hyggja hefði verið rangt að hafa samband við lögreglustjóra vegna rannsóknarinnar.

Grét þegar Gísli Freyr hafði játað

Þá greindi Hanna Birna einnig frá deginum þegar Gísli Freyr játaði fyrir henni að hafa lekið minnisblaðinu. Kom hann í innanríkisráðuneytið ásamt eiginkonu sinni og lýsti Hanna Birna stundinni sem tilfinningaríkri, þungri og erfiðri en hjónin komu til hennar með tárin í augunum. 

Er Gísli Freyr hafi játað lekann grét Hanna Birna. Sagðist hún hafa verið ofboðslega undrandi, svakalega sár og átt erfitt með að meðtaka upplýsingarnar. „Um leið og ég sá þetta, vissi ég að ég yrði að fara,“ sagði hún og hringdi því næst í eiginmann sinn.

Eftir þennan fund hefur hún aðeins einu sinni hitt Gísla Frey en þá hitti hún hann til að fara betur yfir málið og fá skýringar hjá honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

13:46 „Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Tafir í Ártúnsbrekku eftir árekstur

13:43 Talsverðar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekkunni eftir aftanákeyrslur þar sem þrír bílar lentu í árekstri.  Meira »

38% kjósa Miðflokkinn í stað Framsóknar

12:38 Alls ætla 38% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum í fyrra að kjósa Miðflokkinn um næstu helgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Biðjast afsökunar á notkun Sólfarsins

12:02 Flokkur fólksins hefur beðist afsökunar á notkun á listaverkinu Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason á haustþingi flokksins. Í bréfi sem undirritað er af formanninum Ingu Sæland segir að ljósmyndin sem sýni sólarlag við Sundin í Reykjavík með listaverkið í forgrunni hafi verið notuð í góðri trú. Meira »

„Boltinn er hjá Air Berlin“

11:12 „Staðan er óbreytt, vélin er enn þá á Keflavíkurflugvelli og við bíðum eftir að heyra frá Air Berlin,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Meira »

Reglur í endurskoðun og horft til Uber

11:10 Nýr starfshópur hefur verið skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að endurskoða regluverk um leigubifreiðaakstur. „Markmið verkefnisins er að leigubifreiðaakstur hér á landi stuðli að góðu aðgengi og hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur.“ Meira »

Kosið á einum stað í Reykjanesbæ

10:57 Kjósendur í Reykjanesbæ munu greiða atkvæði á nýjum kjörstað, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í alþingiskosningunum um næstu helgi. Meira »

Helmingur fyrirtækja stundar nýsköpun

10:21 Helmingur fyrirtækja á Íslandi, sem eru með 10 starfsmenn eða fleiri, leggur stund á nýsköpun. Þetta er niðurstaða mælinga Hagstofunnar sem nær til áranna 2014-2016, en með nýsköpun er þar vísað til þess að fyrirtækin setji nýjar vörur eða þjónustu á markað, eða innleiði nýja verkferla. Meira »

Mary og Sunday komin með dvalarleyfi

11:10 Nígerísku hjónin Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary eru komin með dvalarleyfi hér á landi. Þetta staðfestir Guðmundur Karl Karlsson vinur fjölskyldunnar.„Sunday var að hringja í mig alveg í skýjunum til að segja mér fréttirnar,“ segir hann. „Hann fór í morgun og fékk þessa niðurstöðu“ Meira »

Fjölskyldan frá Gana fær dvalarleyfi

10:41 Fjölskyldan frá Gana, móðirin Mercy Ky­eremeh og drengir henn­ar þrír, Godw­in fimm ára, Emm­anu­ele fjög­urra ára og ný­fætt barn hennar, fengu í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Þetta er mikið gleðiefni,“ segir Magnús Davíð Norðdahl hdl. lögmaður fjölskyldunnar. Meira »

Stal 18 þúsund króna kampavínsflösku

10:14 Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að því um helgina að stela kampavínsflösku á skemmtistað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kostaði flaskan átján þúsund krónur. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Hornstrandabækurnar fyrir fróðleiksfúsa!
Hornstrandabækurnar Allar 5 í pakka 7,500 kr. Upplögð afmælis og tækifærisgjöf....
Innfluttningur á enn betra verði
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...