„Ég lít þetta mjög alvarlegum augum“

Vigdís Hauksdóttir alþingismaður.
Vigdís Hauksdóttir alþingismaður. mbl.is/Rax

„Ég lít þetta mjög alvarlegum augum, virðulegi forseti. Þarna gengur Reykjavíkurborg beinlínis í berhögg við lög,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag þar sem hún gerði að umtalsefni sínu undirbúning framkvæmda við Reykjavíkurflugvöll á svæði Valsmanna. Vísaði hún þar í bréf innanríkisráðuneytisins til Reykjavíkurborgar á dögunum þar sem þetta hafi beinlínis komið fram.

„Það er ekki einasta að Reykjavíkurborg er komin langt fram úr þeim heimildum sem hún hefur varðandi þessi mál heldur liggur Reykjavíkurborg svo á að hefja þarna framkvæmdir og útrýma neyðarbrautinni að hún tekur ekki tillit til þess að Samgöngustofa hefur nú til umfjöllunar möguleg áhrif á lokun flugbrautarinnar sem kölluð er neyðarbraut. Ég hef áður gagnrýnt að þar er á ferðinni mikið stjórnsýsluklúður vegna þess að síðan þetta mál fór af stað núna í seinasta sinn hefur það tekið 16 mánuði og ég minni á málshraðareglu stjórnsýsluréttar,“ sagði Vigdís.

Jafnframt færi Reykjavíkurborg fram úr því samkomulagi sem búið hafi verið að gera varðandi hina svokölluðu Rögnunefnd sem fæli í sér að hafast ekkert að á Hlíðarenda og í Vatnsmýrinni fyrr en niðurstaða væri komin í starf nefndarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert