Hvetur ríkisstjórnina til dáða

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Leggja þarf fram frumvörp um afnám gjaldeyrishaftanna á þessu þingi að mati Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Kjöraðstæður hafi skapast til þess á undanförnum mánuðum en sá gluggi er að lokast að mati þingmannsins. Segir hann ennfremur að samráð við stjórnarandstöðuna sé mikilvægt í þeim efnum enda þurfi allir að leggjast á árarnar til þess að sigla málinu í örugga höfn. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Össurar.

Öróttur pólitískur boxari og reynslubolti úr stjórnmálum leyfir sér því þann munað að segja upphátt við þá sem stjórna landinu: Hættið að rífast! Komið ykkur að verki! Glugginn er opinn núna! Leggið sem allra fyrst á þessu vorþingi fram þau frumvarp sem þarf að samþykkja til að hægt sé að afnema gjaldeyrishöft síðar á árinu. Í haust verður það of seint…og þið verðir dæmdir hart af sögunni ef þið klúðrið þessu tækifæri,“ sefir Össur.

Afnám gjaldeyrishafta – nú eða aldrei!Síðustu 12-15 mánuði hafa skapast ákjósanlegar forsendur til að afnema...

Posted by Össur Skarphéðinsson on Monday, April 27, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert