Númer eitt að aðstoða alla Nepala

Frá fundinum í Breiðholtsskóla í dag.
Frá fundinum í Breiðholtsskóla í dag. Mynd/Árni Sæberg

Félag Nepala á Íslandi mun á næstu misserum halda söfnun til handa fórnarlamba jarðskjálftans sem varð í Nepal síðasta mánudag. Mikil eyðilegging varð á öllum innviðum í landinu sem og á húsnæði einstaklinga. Ash Kkumar Gurung, sem situr í stjórn félagsins, segir í samtali við mbl.is að uppbygging muni taka nokkur ár.

Fjölskyldur allra sem hér búa komust lífs af

Hér á landi búa um 100 Nepalar og voru 75 þeirra á fundinum í dag. Ash segir að fjölskyldur allra þeirra sem búa á Íslandi hafi komist lífs af í jarðskjálftanum, en að rúmlega helmingur hafi miss heimili sín eða þau orðið fyrir talsverðum skemmdum.

Söfnun félagsins og Rauða krossins mun þó beinast að því að aðstoða alla Nepali og uppbygginguna í landinu að sögn Ash. „Númer eitt er að aðstoða Nepal allt og þá sem eru slasaðir.“ Margir muni þó einnig huga að eigin fjölskyldum, enda hafi margar hverjar næstum misst allt.

Munu selja nepalskan mat til að safna pening

Segir hann að félagið sé nú að undirbúa söfnun sem Rauði krossinn muni aðstoða með. Meðal annars sé áformað að selja nepalskan mat, óska eftir framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum og selja varning í Kolaportinu.

Ash segir að fyrstu dagana eftir jarðskjálftann hafi allir búið utandyra og enginn þorað að fara aftur inn. Nú séu aftur á móti margir byrjaðir að snúa aftur inn, en einnig séu margir sem hafi ekkert húsnæði til að snúa til.

75 af um 100 Nepölum sem búa hér á landi …
75 af um 100 Nepölum sem búa hér á landi komu á fundinn. Farið verður í fjáröflun til að styrkja við uppbyggingu í Nepal. Mynd/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert