200 manna bátur Eldingar

Nýi báturinn verður málaður rauður, í einkennislit Eldingar.
Nýi báturinn verður málaður rauður, í einkennislit Eldingar.

„Það er orðið svo mikið að gera að við getum ekki stoppað skipin til að koma þeim í slipp. Eitthvað verður að gera,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Fyrirtækið hefur fest kaup á skemmtiferðabát frá Svíþjóð sem verður sjöundi hvalaskoðunarbátur fyrirtækisins og sá stærsti.

Gestum í skoðunarferðir fyrirtækisins hefur fjölgað um 10-20% á ári, síðustu fjögur árin. Um 85 þúsund gestir fóru í hvalaskoðun og aðrar náttúruskoðunarferðir fyrirtækisins á síðasta ári og er búist við að þeim fjölgi um 9-10 þúsund í ár. Auk þess rekur fyrirtækið Viðeyjarferðir. Mikið var að gera fyrstu mánuði ársins og bókanir góðar fyrir sumarið, að sögn Rannveigar en Elding er stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins.

Nýi báturinn hét Norreborg og var gerður út frá Landskrona í Svíþjóð. Hann hefur fengið vinnuheitið Elding III. Hann er 34 metrar á lengd, smíðaður 1971.

Báturinn er væntanlegur til hafnar í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Þá verður hann málaður rauður og gerður klár fyrir 15 ára afmæli fyrirtækisins á föstudag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert