„Það eru allir á móti þessu“

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég held að þetta sé endurómur af því að í langan tíma hafa menn gert kvótakerfið að einhverjum óvini og halda að með þessu frumvarpi sé verið að setja makrílinn inn í samskonar kerfi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um óánægju vegna makrílfrumvarps hans. Hann segir þó að þvert á móti sé verið að fara sérstaka leið því makríllinn sé nýr og að því leytinu einstakur miðað við aðra stofna. 

Nú hafa 25 þúsund skrifað undir áskorun til forseta Íslands á vefsíðunni thjod­ar­eign.is um að vísa öllum þeim lögum sem Alþingi samþykkir um ráðstöfun fiskveiðiauðlinda, til lengri tíma en eins árs, til þjóðarinnar. Kveikjan að síðunni var frumvarpið, en aðstandendur síðunnar telja það fela í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á til­hög­un fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins sem ekki verði hægt að afturkalla.

Ekki langur tími þegar talað er um stöðugleika

Í makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra er lagt til að veiðiheimildum verði úthlutað til sex ára í senn. Fram að þessu hefur þeim verið úthlutað ótímabundið. Sigurður Ingi segir það ekki langan tíma og langt í frá að það sé varanleg úthlutun. „Það má ekki vera styttri tími þegar talað er um stöðugleika,“ segir hann.

„Maður veltir því fyrir sér á hvaða grunni þessi undirskriftasöfnun er, að því leyti að með þessu frumvarpi er verið að taka tillit til þessara sérstöku aðstæðna sem uppi eru með makrílinn. Hann er nýr stofn sem ekki hefur verið settur inn og þess vegna er verið að fara aðra leið.“

Inntak frumvarpsins hafi ekki náð í gegn

Sigurður Ingi segir að hann hefði betur skilið undirskriftarsöfnunina og viðbrögðin ef um væri að ræða að hlutdeildarsetja makrílinn inn í kvótakerfið með ótímabundinni hlutdeildarsetningu. „En af því að við erum að tímabinda hlutdeildarsetninguna og til viðbótar að leggja verulegt viðbótargjald sem á þessum sex árum skilar ríkinu níu milljörðum króna ef af verður, þá er eins og inntak frumvarpsins hafi ekki náð alveg í gegn,“ segir hann. 

Bendir hann á að í Danmörku sé makríl úthlutað, til að byrja með hafi það verið til sex ára í senn en því hafi verið framlengt til átta ára. „Þar hef ég ekki orðið var við umræðu um það að með því að gefa út veiðileyfi til þetta margra ára og hækka gjald sé verið að gefa neinum manni neinn kvóta. Auðvitað er þetta allt þjóðareign alveg eins og hér.“

Fer að áliti umboðsmanns Alþingis

Þá vísar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra til þess álits umboðsmanns Alþing­is að stjórn­völd­um hafi verið skylt að annaðhvort hlut­deild­ar­setja mak­ríl­inn eða setja sér­lög um hann frá ár­inu 2011. Nú sé ráðuneyti hans að bregðast við því með því að leggja fram frum­varp að sér­lög­um sem byggist á þeim lög­mætu vænt­ing­um sem síðasta rík­is­stjórn hafi gefið til þeirra sem stunduðu mann­eld­is­vinnslu á mak­ríl. Sex ára gild­is­tími sé lág­marks­tími fyr­ir þann fyr­ir­sjá­an­leika sem at­vinnu­grein­in þurfi til að geta fjár­fest og byggt upp sjáv­ar­út­veg­inn.

„Við getum ekki haldið áfram og ætlað ekkert að gera í þessu. Framkvæmdavaldið getur það hreinlega ekki og það eru sannarlega lögsóknir á hendur ríkinu fyrir þær leiðir sem farið var og við erum að reyna að leysa úr því innan íslenskra laga,“ segir hann og heldur áfram. „Það má því spyrja sig hvort undirskriftasöfnunin sé að fara fram á að við förum ekki að áliti umboðsmanns.“

Útgerðin vildi ekki fara þessa leið

Þá bendir Sigurður Ingi á að þessi lög séu sérlög um hlutdeildarsetningu á makríl, en þau víki ekki frá almennu löggjöfinni um stjórn fiskveiða á nokkurn hátt. „Fyrsta greinin sem fjallar meðal annars um að auðlindir hafsins séu þjóðareign er auðvitað eins mikilvæg í þessu og öðru.“

Þá segir hann útgerðina í heild sinni ekki hafa viljað fara þessa leið. „Til dæmis þeir sem eru að lögsækja ríkið voru að fara fram á að hlutdeildarsetning yrði gerð á grundvelli reglugerðar, en ekki sem lög, og þannig að um ótímabundna úthlutun væri að ræða sem yrði svo úthlutað til eins árs,“ segir hann. „Það eru einhvern veginn allir á móti þessu.“

Þjóðin fái stærri hlutdeild en ella

Frumvarpið hefur farið í fyrstu umræðu á Alþingi og skiptar skoðanir voru á framkvæmd þess. Sigurður Ingi segir það þó eðlilegt, en mikilvægt sé að líta til raunverulegs tilgangs frumvarpsins. 

„Við erum að reyna að fara millileið sem annars vegar tryggir fyrirsjáanleika, viðheldur með mjög skýrum hætti eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni og að það sé eðlilegt að eigandinn, þjóðin, fái aukna hlutdeild í fyrstu úthlutun. Við vitum að einhverjir munu selja frá sér sinn hlut og þess vegna er viðbótargjaldið til að tryggja að eigandinn, þjóðin, fái stærri hlutdeild í því en ella.“

Frétt mbl.is: Tæp 21.000 hafa skrifað undir áskorun

Frétt mbl.is: 14.700 vilja makrílkvóta í þjóðaratkvæði

Frétt mbl.is: Undirskriftasöfnun vegna makrílsins

Makríll.
Makríll. mbl.is/Helgi Bjarnason
Þónokkur fjöldi vill að forseti vísi lögum um fiskveiðiauðlindir í ...
Þónokkur fjöldi vill að forseti vísi lögum um fiskveiðiauðlindir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Skjáskot af vefnum Þjóðareign.is
mbl.is

Innlent »

Skóflustunga að hjúkrunarheimili

Í gær, 23:50 Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg var tekin í dag. Er það hluti af nýju 21 þúsund fermetra öldrunarsetri í Fossvogi. Skóflustunguna tóku þeir Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Meira »

Færri komust í flugið en vildu

Í gær, 22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

Í gær, 22:12 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

Fagna því að konur rjúfi þögnina

Í gær, 22:07 Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

Í gær, 21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

Í gær, 20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

Í gær, 20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

Í gær, 20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

Í gær, 20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

Í gær, 19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

Í gær, 19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

Í gær, 18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

Í gær, 18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

Í gær, 17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

Í gær, 17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

Í gær, 18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

Í gær, 17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

Í gær, 17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Leiguíbúð á Spáni.
Góð íbúð í Torreiveja á Spáni til leigu. Laus til 16. Des. Upplýsingar í síma 89...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...