„Það eru allir á móti þessu“

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég held að þetta sé endurómur af því að í langan tíma hafa menn gert kvótakerfið að einhverjum óvini og halda að með þessu frumvarpi sé verið að setja makrílinn inn í samskonar kerfi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um óánægju vegna makrílfrumvarps hans. Hann segir þó að þvert á móti sé verið að fara sérstaka leið því makríllinn sé nýr og að því leytinu einstakur miðað við aðra stofna. 

Nú hafa 25 þúsund skrifað undir áskorun til forseta Íslands á vefsíðunni thjod­ar­eign.is um að vísa öllum þeim lögum sem Alþingi samþykkir um ráðstöfun fiskveiðiauðlinda, til lengri tíma en eins árs, til þjóðarinnar. Kveikjan að síðunni var frumvarpið, en aðstandendur síðunnar telja það fela í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á til­hög­un fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins sem ekki verði hægt að afturkalla.

Ekki langur tími þegar talað er um stöðugleika

Í makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra er lagt til að veiðiheimildum verði úthlutað til sex ára í senn. Fram að þessu hefur þeim verið úthlutað ótímabundið. Sigurður Ingi segir það ekki langan tíma og langt í frá að það sé varanleg úthlutun. „Það má ekki vera styttri tími þegar talað er um stöðugleika,“ segir hann.

„Maður veltir því fyrir sér á hvaða grunni þessi undirskriftasöfnun er, að því leyti að með þessu frumvarpi er verið að taka tillit til þessara sérstöku aðstæðna sem uppi eru með makrílinn. Hann er nýr stofn sem ekki hefur verið settur inn og þess vegna er verið að fara aðra leið.“

Inntak frumvarpsins hafi ekki náð í gegn

Sigurður Ingi segir að hann hefði betur skilið undirskriftarsöfnunina og viðbrögðin ef um væri að ræða að hlutdeildarsetja makrílinn inn í kvótakerfið með ótímabundinni hlutdeildarsetningu. „En af því að við erum að tímabinda hlutdeildarsetninguna og til viðbótar að leggja verulegt viðbótargjald sem á þessum sex árum skilar ríkinu níu milljörðum króna ef af verður, þá er eins og inntak frumvarpsins hafi ekki náð alveg í gegn,“ segir hann. 

Bendir hann á að í Danmörku sé makríl úthlutað, til að byrja með hafi það verið til sex ára í senn en því hafi verið framlengt til átta ára. „Þar hef ég ekki orðið var við umræðu um það að með því að gefa út veiðileyfi til þetta margra ára og hækka gjald sé verið að gefa neinum manni neinn kvóta. Auðvitað er þetta allt þjóðareign alveg eins og hér.“

Fer að áliti umboðsmanns Alþingis

Þá vísar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra til þess álits umboðsmanns Alþing­is að stjórn­völd­um hafi verið skylt að annaðhvort hlut­deild­ar­setja mak­ríl­inn eða setja sér­lög um hann frá ár­inu 2011. Nú sé ráðuneyti hans að bregðast við því með því að leggja fram frum­varp að sér­lög­um sem byggist á þeim lög­mætu vænt­ing­um sem síðasta rík­is­stjórn hafi gefið til þeirra sem stunduðu mann­eld­is­vinnslu á mak­ríl. Sex ára gild­is­tími sé lág­marks­tími fyr­ir þann fyr­ir­sjá­an­leika sem at­vinnu­grein­in þurfi til að geta fjár­fest og byggt upp sjáv­ar­út­veg­inn.

„Við getum ekki haldið áfram og ætlað ekkert að gera í þessu. Framkvæmdavaldið getur það hreinlega ekki og það eru sannarlega lögsóknir á hendur ríkinu fyrir þær leiðir sem farið var og við erum að reyna að leysa úr því innan íslenskra laga,“ segir hann og heldur áfram. „Það má því spyrja sig hvort undirskriftasöfnunin sé að fara fram á að við förum ekki að áliti umboðsmanns.“

Útgerðin vildi ekki fara þessa leið

Þá bendir Sigurður Ingi á að þessi lög séu sérlög um hlutdeildarsetningu á makríl, en þau víki ekki frá almennu löggjöfinni um stjórn fiskveiða á nokkurn hátt. „Fyrsta greinin sem fjallar meðal annars um að auðlindir hafsins séu þjóðareign er auðvitað eins mikilvæg í þessu og öðru.“

Þá segir hann útgerðina í heild sinni ekki hafa viljað fara þessa leið. „Til dæmis þeir sem eru að lögsækja ríkið voru að fara fram á að hlutdeildarsetning yrði gerð á grundvelli reglugerðar, en ekki sem lög, og þannig að um ótímabundna úthlutun væri að ræða sem yrði svo úthlutað til eins árs,“ segir hann. „Það eru einhvern veginn allir á móti þessu.“

Þjóðin fái stærri hlutdeild en ella

Frumvarpið hefur farið í fyrstu umræðu á Alþingi og skiptar skoðanir voru á framkvæmd þess. Sigurður Ingi segir það þó eðlilegt, en mikilvægt sé að líta til raunverulegs tilgangs frumvarpsins. 

„Við erum að reyna að fara millileið sem annars vegar tryggir fyrirsjáanleika, viðheldur með mjög skýrum hætti eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni og að það sé eðlilegt að eigandinn, þjóðin, fái aukna hlutdeild í fyrstu úthlutun. Við vitum að einhverjir munu selja frá sér sinn hlut og þess vegna er viðbótargjaldið til að tryggja að eigandinn, þjóðin, fái stærri hlutdeild í því en ella.“

Frétt mbl.is: Tæp 21.000 hafa skrifað undir áskorun

Frétt mbl.is: 14.700 vilja makrílkvóta í þjóðaratkvæði

Frétt mbl.is: Undirskriftasöfnun vegna makrílsins

Makríll.
Makríll. mbl.is/Helgi Bjarnason
Þónokkur fjöldi vill að forseti vísi lögum um fiskveiðiauðlindir í ...
Þónokkur fjöldi vill að forseti vísi lögum um fiskveiðiauðlindir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Skjáskot af vefnum Þjóðareign.is
mbl.is

Innlent »

Hætta á skriðuföllum

06:39 Útlit er fyrir að suðaustlægar áttir verði ríkjandi fram yfir helgi með rigninu af og til um allt land en varla heill þurr dagur suðaustan til á landinu. Því má búast við vatnavöxtum á því svæði sem eykur einnig líkur á skriðuföllum. Meira »

Rólegt á lögregluvaktinni

05:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið um eitt í nótt vegna gruns um að ökumaður væri að aka undir áhrifum fíkniefna/lyfja. Meira »

Andlát: Einar Friðrik Kristinsson

05:30 Einar Friðrik Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, er látinn, 76 ára að aldri. Einar lést á líknardeild Landspítalans sl. fimmtudag, 21. september. Hann fæddist 21. ágúst 1941 í Vestmannaeyjum. Meira »

Andlát: Örn Ingi Gíslason

05:30 Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 23. september, 72 að aldri. Hann fæddist á Akureyri 2. júní 1945 og bjó þar alla tíð. Móðir Arnar Inga var Guðbjörg Sigurðardóttir húsmóðir og kjörfaðir Gísli Einarsson sjómaður. Meira »

Samkeppnin fer harðnandi í fluginu

05:30 Sveinn Þórarinsson, greinandi í hlutabréfum hjá Landsbankanum, segir það munu auka þrýstinginn á verð farmiða yfir Norður-Atlantshafið að dótturfélag flugfélagsins Norwegian hafi fengið flugleyfi til Bandaríkjanna. Meira »

Áherslur SI hinar sömu og meistara

05:30 „Þvert á það sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins hafa Samtök iðnaðarins staðið vörð um fagmennsku og gætt hagsmuna iðnmeistara með því að gera yfirvöldum grein fyrir þeim sem bjóða fram þjónustu án tilskilinna réttinda.“ Meira »

Andarnefja heimsótti Friðarhöfn

05:30 Hvalur, um sjö metra langur, sást í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Talið er að um andarnefju sé að ræða. Hvalurinn synti um höfnina og virtist vera við góða heilsu. Friðarhöfn er innst í Vestmannaeyjahöfn. Meira »

Einar ráðinn þjóðgarðsvörður

05:30 Þingvallanefnd hefur samþykkt að ráða Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins, til eins árs í stöðu þjóðgarðsvarðar, frá og með 1. október nk. Meira »

Enginn hefur skoðað Núp

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí síðastliðnum til sölu þrjár húseignir að Núpi í Dýrafirði. Um er að ræða skólabyggingu og tvær heimavistir, alls rúmlega 4.500 fermetra. Meira »

Rafknúnir bátar undanþegnir gjöldum

05:30 Í nýsamþykktri gjaldskrá Faxaflóahafna fyrir árið 2018 var sett inn nýtt ákvæði til bráðabirgða um að bátar sem alfarið eru knúnir rafmagni og notaðir til skipulagðra siglinga með farþega séu undanþegnir bryggju- og lestargjaldi til ársloka 2025. Meira »

Andrúmsloftið í Framsókn hreinsast

05:30 Ásakanir ganga á víxl vegna brotthvarfs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum síðastliðinn sunnudag.  Meira »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...