„Það eru allir á móti þessu“

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég held að þetta sé endurómur af því að í langan tíma hafa menn gert kvótakerfið að einhverjum óvini og halda að með þessu frumvarpi sé verið að setja makrílinn inn í samskonar kerfi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um óánægju vegna makrílfrumvarps hans. Hann segir þó að þvert á móti sé verið að fara sérstaka leið því makríllinn sé nýr og að því leytinu einstakur miðað við aðra stofna. 

Nú hafa 25 þúsund skrifað undir áskorun til forseta Íslands á vefsíðunni thjod­ar­eign.is um að vísa öllum þeim lögum sem Alþingi samþykkir um ráðstöfun fiskveiðiauðlinda, til lengri tíma en eins árs, til þjóðarinnar. Kveikjan að síðunni var frumvarpið, en aðstandendur síðunnar telja það fela í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á til­hög­un fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins sem ekki verði hægt að afturkalla.

Ekki langur tími þegar talað er um stöðugleika

Í makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra er lagt til að veiðiheimildum verði úthlutað til sex ára í senn. Fram að þessu hefur þeim verið úthlutað ótímabundið. Sigurður Ingi segir það ekki langan tíma og langt í frá að það sé varanleg úthlutun. „Það má ekki vera styttri tími þegar talað er um stöðugleika,“ segir hann.

„Maður veltir því fyrir sér á hvaða grunni þessi undirskriftasöfnun er, að því leyti að með þessu frumvarpi er verið að taka tillit til þessara sérstöku aðstæðna sem uppi eru með makrílinn. Hann er nýr stofn sem ekki hefur verið settur inn og þess vegna er verið að fara aðra leið.“

Inntak frumvarpsins hafi ekki náð í gegn

Sigurður Ingi segir að hann hefði betur skilið undirskriftarsöfnunina og viðbrögðin ef um væri að ræða að hlutdeildarsetja makrílinn inn í kvótakerfið með ótímabundinni hlutdeildarsetningu. „En af því að við erum að tímabinda hlutdeildarsetninguna og til viðbótar að leggja verulegt viðbótargjald sem á þessum sex árum skilar ríkinu níu milljörðum króna ef af verður, þá er eins og inntak frumvarpsins hafi ekki náð alveg í gegn,“ segir hann. 

Bendir hann á að í Danmörku sé makríl úthlutað, til að byrja með hafi það verið til sex ára í senn en því hafi verið framlengt til átta ára. „Þar hef ég ekki orðið var við umræðu um það að með því að gefa út veiðileyfi til þetta margra ára og hækka gjald sé verið að gefa neinum manni neinn kvóta. Auðvitað er þetta allt þjóðareign alveg eins og hér.“

Fer að áliti umboðsmanns Alþingis

Þá vísar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra til þess álits umboðsmanns Alþing­is að stjórn­völd­um hafi verið skylt að annaðhvort hlut­deild­ar­setja mak­ríl­inn eða setja sér­lög um hann frá ár­inu 2011. Nú sé ráðuneyti hans að bregðast við því með því að leggja fram frum­varp að sér­lög­um sem byggist á þeim lög­mætu vænt­ing­um sem síðasta rík­is­stjórn hafi gefið til þeirra sem stunduðu mann­eld­is­vinnslu á mak­ríl. Sex ára gild­is­tími sé lág­marks­tími fyr­ir þann fyr­ir­sjá­an­leika sem at­vinnu­grein­in þurfi til að geta fjár­fest og byggt upp sjáv­ar­út­veg­inn.

„Við getum ekki haldið áfram og ætlað ekkert að gera í þessu. Framkvæmdavaldið getur það hreinlega ekki og það eru sannarlega lögsóknir á hendur ríkinu fyrir þær leiðir sem farið var og við erum að reyna að leysa úr því innan íslenskra laga,“ segir hann og heldur áfram. „Það má því spyrja sig hvort undirskriftasöfnunin sé að fara fram á að við förum ekki að áliti umboðsmanns.“

Útgerðin vildi ekki fara þessa leið

Þá bendir Sigurður Ingi á að þessi lög séu sérlög um hlutdeildarsetningu á makríl, en þau víki ekki frá almennu löggjöfinni um stjórn fiskveiða á nokkurn hátt. „Fyrsta greinin sem fjallar meðal annars um að auðlindir hafsins séu þjóðareign er auðvitað eins mikilvæg í þessu og öðru.“

Þá segir hann útgerðina í heild sinni ekki hafa viljað fara þessa leið. „Til dæmis þeir sem eru að lögsækja ríkið voru að fara fram á að hlutdeildarsetning yrði gerð á grundvelli reglugerðar, en ekki sem lög, og þannig að um ótímabundna úthlutun væri að ræða sem yrði svo úthlutað til eins árs,“ segir hann. „Það eru einhvern veginn allir á móti þessu.“

Þjóðin fái stærri hlutdeild en ella

Frumvarpið hefur farið í fyrstu umræðu á Alþingi og skiptar skoðanir voru á framkvæmd þess. Sigurður Ingi segir það þó eðlilegt, en mikilvægt sé að líta til raunverulegs tilgangs frumvarpsins. 

„Við erum að reyna að fara millileið sem annars vegar tryggir fyrirsjáanleika, viðheldur með mjög skýrum hætti eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni og að það sé eðlilegt að eigandinn, þjóðin, fái aukna hlutdeild í fyrstu úthlutun. Við vitum að einhverjir munu selja frá sér sinn hlut og þess vegna er viðbótargjaldið til að tryggja að eigandinn, þjóðin, fái stærri hlutdeild í því en ella.“

Frétt mbl.is: Tæp 21.000 hafa skrifað undir áskorun

Frétt mbl.is: 14.700 vilja makrílkvóta í þjóðaratkvæði

Frétt mbl.is: Undirskriftasöfnun vegna makrílsins

Makríll.
Makríll. mbl.is/Helgi Bjarnason
Þónokkur fjöldi vill að forseti vísi lögum um fiskveiðiauðlindir í ...
Þónokkur fjöldi vill að forseti vísi lögum um fiskveiðiauðlindir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Skjáskot af vefnum Þjóðareign.is
mbl.is

Innlent »

Íslendingar virðast frekar vilja dætur

08:18 Ekki er endilega ástæða til að hafa áhyggjur af lækkandi fæðingartíðni hérlendis, sem lesa má úr tölum allra síðustu ára. Konur gætu einfaldlega verið að seinka barneignum. Auk þess virðast Íslendingar fremur vilja eignast dætur en syni. Meira »

Vilja afskrá sjö vita á landinu

07:57 Samráðshópur Vegagerðarinnar hefur lagt til að leggja niður og afskrá sjö vita auk þess að leggja niður þrjá vita sem landsvita og gera þá að hafnarvitum. Meira »

Tafir vegna framkvæmda í Borgarnesi

07:16 Talsverðar viðhaldsframkvæmdir verða á hringvegi frá Borgarnesi að Laugabakka í Miðfirði næstu daga og verður umferðarstýring við framkvæmdasvæðið með 10-15 mínútna bið í senn. Einnig er unnið við blettanir í Dölunum. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi á meðan þessu stendur yfir. Meira »

Tveir lögreglumenn kærðir

07:05 Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Meira »

Bæjarins bestu flytur yfir götuna

06:30 Hinn vinsæli pylsuvagn Bæjarins bestu verður í dag fluttur yfir götuna og komið fyrir til bráðabirgða á gangstéttinni fyrir framan Hótel 1919 í Eimskipafélagshúsinu. Meira »

Hlýjast á Vesturlandi í dag

06:26 Hlýjast verður á Vesturlandi en svalast á norðausturhorni landsins í dag og verður hitinn á bilinu 8 til 23 stig. Léttskýjað vestantil en þokuloft við Faxaflóa í nótt og á þokunni að létta þegar líður á morguninn. Meira »

Tveir buðu í veg við Dettifoss

05:30 Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni í gerð Dettifossvegar, frá Dettifossvegi vestri og norður fyrir Súlnalæk.   Meira »

„Súpa seyðið“ af stjórnarsamstarfi

05:30 „Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að Flokkur fólksins mælist stærri en Björt framtíð og Viðreisn, vegna þess að þau eru auðvitað að súpa seyðið af því að hafa gengið allt of langt á forsendum Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu og gengið á bak orða sinna frá því í kosningabaráttunni.“ Meira »

Annar rekstur verði ekki ríkisstyrktur

05:30 Steinþór Arnarson, einn eigenda Fjallsárlóns ehf., sem rekur ferðaþjónustu við Fjallsárlón, segist ekki óttast aukna samkeppni vegna friðlýsingar Jökulsárlóns og umfangsmikils svæðis á Breiðamerkursandi, sem tók gildi í gær. Meira »

Matsmenn fá ekki gögn

05:30 Dómkvaddir matsmenn sem fengnir voru í fyrra til að meta verðmæti stofnfjár í Sparisjóði Vestmannaeyja hafa ekki fengið fullnægjandi aðgang að gögnum til verðmatsins. Bankinn ber fyrir sig bankaleynd. Meira »

Vinnu við vegskála lýkur senn

05:30 Vinna við vegskála Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin hefur gengið vel og er á áætlun.  Meira »

Júlíhitametin falla hvert af öðru

05:30 Í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir landið á Norður- og Austurlandi undanfarið hafa júlíhitamet fallið á nokkrum sjálfvirkum stöðvum sem athugað hafa í 17 ár eða meira, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Meira »

Óvissa með laxaseiðaeldisstöð

05:30 Byggðaráð Norðurbyggðar hefur samþykkt aðal- og deiliskipulag vegna uppbyggingar á seiðaeldisstöð á Röndinni á Kópaskeri. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði á fundi sínum að uppbygging fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni væri líkleg til að styrkja byggð á Kópaskeri. Meira »

Skjálfti upp á 4,5 í Kötlu

Í gær, 22:43 Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 varð í Kötlu nú á ellefta tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst vel í Mýrdal og í Skaftártungu að sögn heimamanna. Annar skjálfti upp á 3,2 varð í kjölfarið. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

Í gær, 21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Öflugir skjálftar í Kötlu

05:30 „Skjálftarnir fundust mjög vel hérna í Mýrdalnum og í Skaftártungum,“ segir Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Mýrdal, en tveir öflugir jarðskjálftar mældust í öskju Mýrdalsjökuls rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Meira »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

Í gær, 21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

Í gær, 21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Vatnsheld Einangrun
FinnFoam XPS. 585X1235:100. s:822-5950...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...