10 þúsund starfsmenn 2.000 fyrirtækja

Strætó gengur ekki í verkfalli Starfsgreinasambandsins.
Strætó gengur ekki í verkfalli Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Árni Sæberg

„Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á landsbyggðinni,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, um tveggja daga verkfall verkalýðsfélaga á landsbyggðinni í þessari viku. Áframhaldandi skæruverkföll eru boðuð og ótímabundið allsherjarverkfall frá og með 26. maí.

Sextán verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins standa að verkfallsaðgerðum til að þrýsta á vinnuveitendur um samninga. Það eru félög almenns verkafólks á landsbyggðinni sem standa að aðgerðunum, nánast hringinn í kringum landið. Stóru félögin á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbæ eru aðilar að Flóabandalaginu sem ekki hefur boðað aðgerðir.

Um tíu þúsund starfsmenn rúmlega tvö þúsund fyrirtækja fara í verkfall. Björn Snæbjörnsson segir að það séu meðal annars starfsmenn í ferðaþjónustu, fiskvinnslu, kjötvinnslu, ræstingum, byggingariðnaði og öðrum iðnaði og stjórnendur tækja og bíla. Þess vegna hætta fólksflutningar, meðal annars Strætó.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert