Þúsundir í biðstöðu

Á röntgendeild bíða um 3000 manns eftir myndgreiningarrannsókn, hundruð sýna hafa verið tekin úr líffærum sem bíða greiningar og nokkur þúsund blóðsýni eru í frysti á víð og dreif um Landspítalann sem bíða skoðunar.

Svona er staðan á sjúkrahúsinu þegar farið er að líða á fimmtu viku verkfalls lífeindafræðinga, geislafræðinga og náttúrufræðinga að sögn Óskars Reykdalssonar, framkvæmdastjóra rannsóknasviðs LSH.

Farið sé að bera á því að læknar og skjólstæðingar kvarti undan ástandinu en hann hefur miklar áhyggjur af því að ástandið versni fari svo að undanþágum í verkfallinu fækki eftir því sem deilan harðni.

mbl.is ræddi við Óskar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert