Ert þú með hreinar hendur?

mbl.is/Ásdís

Snerting, bæði bein og óbein, er lang algengasta smitleið flestra smitsjúkdóma en með því að spritta hendurnar eða þvo þær rýfur maður þessa smitleið og kemur í veg fyrir smit. 

Þetta kemur fram á vef landlæknisembættisins sem minnir á að Alþjóðahandþvottadagurinn sé í dag.

„Með því að gera 5. maí að alþjóðlegum handþvottadegi vill Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vekja athygli á hversu hand-hreinsun er mikilvæg í allri heilbrigðisþjónustu á sjúkrahúsum, tannlæknastofum, heilsugæslustöðvum, nýburadeildum, heimahjúkrun eða annars staðar,“ að því er segir á vef embættisins.

Þá segir, að á hverju ári, síðustu 10 árin, sé valið nýtt áhersluefni til að minna á mikilvægi handhreinsunar. Í ár leggi Aþjóðaheilbrigðismálastofnunin almennt áherslu á  „öruggar hendur" (safeHANDS) og beinir skilaboðunum til almennings, heilbrigðisstarfsfólks, stjórnenda, stjórnmálamanna og sjúklinga.

Nánari upplýsingar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert