Segja tilboð SA gróflega afbakað

Verkfall SGS mun hafa áhrif víða á landsbyggðinni, meðal annars …
Verkfall SGS mun hafa áhrif víða á landsbyggðinni, meðal annars á ferðaiðnaðinn. AFP

Tilboð Samtaka atvinnulífsins felur í sér 23,5% hækkun dagvinnulaun á þriggja ára samningstíma. Innifalið í þeirri hækkun er 8% sérstök hækkun dagvinnulauna, samhliða auknum sveigjanleika vinnutíma og lækkun yfirvinnuálags. 

Samkvæmt tilboði SA hækkaði lægsti taxti aðildarfélaga SGS um 47 þús.kr. á mánuði á þremur árum

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins en að óbreyttu leggja félagsmenn SGS niður störf í tvo sólarhringa á miðnætti. Fundur fór fram í kjaradeilunni í morgun og var hann árangurslaus. Næst hefur verið boðað til fundar á föstudag. 

SA tjá sig almennt ekki um tilboð

Í tilkynningunni segir að haft hafi verið eftir formanni Starfsgreinasambandsins í fjölmiðlum í dag að SA hafi boðið SGS 28 þúsund króna launahækkun í kjarasamningi til þriggja ára.

„Samtök atvinnulífsins tjá sig almennt ekki um þau tilboð sem lögð hafa verið fyrir fulltrúa verkalýðsfélaga á sáttafundum hjá ríkissáttasemjara vegna þess trúnaðar sem um slíkar viðræður gildir,“ segir í tilkynningunni en þar kemur fram að samningstilboð SA sér gróflega afbakað.  

Í tilkynningunni segir að grunnlaun yrðu  hækkuð sérstaklega og vægi dagvinnulauna í heildartekjum myndi aukast. „Launakerfin yrðu þannig færð nær því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar, þar sem vinnutímareglur eru mun sveigjanlegri en hér tíðkast og yfirvinnugreiðslur eru hverfandi,“ segir í tilkynningu. 

Nánar um tilboð Samtaka atvinnulífsins

Samkvæmt tilboði SA hækkaði lægsti taxti aðildarfélaga SGS um 47 þús.kr. á mánuði á þremur árum.

Meðaldagvinnulaun félagsmanna aðildarfélaga SGS hækkuðu úr 260 þús.kr. á mánuði í 320 þús.kr. eða um 60 þús.kr. krónur og meðaldagvinnulaun fiskvinnslufólks úr 290 þús.kr. á mánuði í 360 þús. kr., eða um 70 þús. kr.

Þá hafa SA einnig boðið sérstaka hækkun lágmarkstekjutryggingar fyrir fulla dagvinnu sem næði 280 þús.kr. á mánuði í lok samningstímans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert