Þriðja vindorkuverið í Rangárþingi ytra?

Maurice Zschirp og Gerður Pálmarsdóttir með Ágúst Sigurðsson sín á …
Maurice Zschirp og Gerður Pálmarsdóttir með Ágúst Sigurðsson sín á milli og sveitarstjórnin að baki þeim við undirritun samkomulagsins.

Sveitarfélagið Rangárþing ytra undirritaði nýverið viljayfirlýsingu með fulltrúa þýska orkufyrirtækisins EAB New Energy um samstarf á sviði vindorkunýtingar.

Fyrirtækið hefur verið að skoða möguleika hér á landi á að reisa vindmyllur til orkuframleiðslu og gert svipað samkomulag við Norðurþing um vindorkugarð við Húsavík.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, mögulegt vindorkuver þýska fyrirtækisins geta farið vel saman við önnur slík verkefni innan sveitarfélagsins, þ.e. vindmyllur Landsvirkjunar við Búrfell og hjá BioKraft í Þykkvabæ. Ágúst segir engan sérstakan stað hafa komið til tals fyrir EAB, ýmsir komi til greina en þeir þurfi að henta með tilliti til skipulags og veðurfars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert