Sjáðu Fokkerinn fljúga yfir

Fokker 50 í flugtaki frá Reykjavíkurvelli
Fokker 50 í flugtaki frá Reykjavíkurvelli mbl.is/Árni Sæberg

„Fólki finnst vænt um Fokkerinn, sterkbyggðar vélar sem hafa í gegnum árin reynst frábærlega við íslenskar aðstæður. Að þær hafi þjónað okkur í hálfa öld eru mikil tímamót og að sama skapi verður eftirsjá þegar vélunum verður skipt út fyrir nýjar innan tíðar.“

Þetta segir Arnór Jónatansson, stöðvarstjóri Flugfélags Íslands á Ísafirði í Morgunblaðinu í dag. Rétt hálf öld er næstkomandi fimmtudag, 14. maí, síðan fyrsta vél Flugfélags Íslands af gerðinni Fokker F-27 Friendship kom til landsins. Þeirra tímamóta verður minnst með samkomu á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi miðvikudag.

Það var snemma árs 1964 sem stjórn Flugfélags Íslands tók ákvörðun um kaup á Fokker F-27 Friendship sem komu í stað Douglas DC-3 Dakota, sem þá höfðu í áraraðir þjónað innanlandsfluginu. Við komu TF-FIJ, Blikfaxa, en svo hét vélin, var viðhöfn á Reykjavíkurflugvelli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert